Þjóðin ræður í Icesave! Ekki kommúnístaleiðtoginn!
15.12.2010 | 00:13
Kommúnistaleiðtoginn Steingrímur J. ( Lilja Mósesdóttir
þingmaður VG kallaði flokkinn sinn kommúnístaflokk fyrir
nokkru) - vill ekki að þjóðsvikasamningurinn sá þriðji í Ice-
save fari í þjóðaratkvæði. Þrátt fyrir að þar eigi hann heima,
og hvergi annars staðar. Því þjóðin úrskurðaði í málinu síðast
með afgerandi hætti 6 mars s.l. Lokaorðið er því hjá þjóðinni,
en það er einmitt HÚN sem kæmi til með að greiða ólögvörðu
skuldadrápsklyfjar Icesave-glæpamannanna um ókomna tíð,
sem nýlenduveldi ESB, Bretar og Hollendingar, ætla að kúga
upp á þjóðina með stuðningi hérlendra kommúnista og sósíal-
demókrata.
Málið er hápólitískt, skýrt og klárt! Verður hin íslenzka þjóð
kúguð í skuldaánauð, eymd og fáttækt út öldina, eða ekki? Því
eins og leiðarahöfundur Financial Times orðaði það svo rétti-
lega í gær. ,,BRESK EÐA HOLLENSK YFIRVÖLD MUNDU ALDREI
TAKA Á SIG KRÖFUR ERLENDRA INNISTÆÐUEIGENDA UPP Á
ÞRIÐJUNG AF LANDSFRAMLEIÐSLU EF EINN AF STÓRU BÖNKUN-
UM ÞEIRRA FÆRI Á HAUSINN".
Icesave-þjóðsvikin hin þriðju eru það alvarleg að jafnvel breskt
virt blað tekur þannig undir málstað Íslands og skattgreiðenda
þess. Sem sýnir hversu einbeittur þjóðsvikarvilji stjórnvalda var
og er í þessu máli. Þjóðsvikavilji sem hlýtur að leiða þessa svika-
hrappa Íslands inn í dómssali í fyllingu tímans. Og þá alveg sér-
staklega sósíaldemókratann Jóhönnu Sig og kommúnistann
Steingrím J!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB EÐA ICESAVE!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook!
Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
Í þessu skal ég berjast til síðasta blóðdropa. Sumt er einfaldlega ekki hægt að láta yfir sig ganga og ALDREI skal ég samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að láta setja á mig, börnin mín og barnabörn, saklausa einstaklinga, bæði hand og fótjárn. Verði það gert án samþykkis þjóðar minnar skal það ekki verða í mínum verkahring að rétta valdhöfunum mótspyrnulaust hrísluna til að húðstrýkja mig sjálfa og börnin mín með. Þau skulu hafa mikið fyrir því og sjá eftir því alla sína ævi.
assa (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 02:38
Maður veltur því óneitanlega fyrir sér hvort að stjórnarnadstöðu atvinnupólitíkusinn og jarðfræðingurinn, Steingrímur, hafi vit til þess að hafa skoðun á þessu máli. Ekki held ég að gráhærða og illa menntaða lesbían bæti þar mikið úr skák. Stjórnmálamenn Íslands eru lélegt jók, það er bara þannig.
Guðmundur Pétursson, 15.12.2010 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.