Ákvörðurnarfælni Sjálfstæðisflokksins í Icesave neyðarleg !
16.12.2010 | 00:11
Hvers vegna tekur það Sjálfstæðisflokkinn svona langan tíma
að taka afstöðu í Icesave? En þó nokkrir dagar eru liðnir frá því
að ný samningsdrög af þjóðsvikasamningi í Icesave lágu fyrir.
Og ekkert bólar á niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins. Ekkert!
Hvað veldur? Ákvörðunarfælni? Klofningur?
Þetta er auðvitað fráleit framkoma og neyðarlegt fyrir flokk sem
vill enn reyna að láta taka sig alvarlega í stjórnmálum. Eða er
Sjálfstæðisflokkurinn svo laskaður eftir allt hrunið og óstjórn
síðustu ára að hann er alls ekki marktækur lengur? Og allra síst
sem þjóðhollur hægriflokkur? Trúlega! Því vitað er að sósíaldemó-
krataisminn hefur oftar en ekki grasserað innan þessa flokks. Nú
undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir. Og er þar klárlega
komin skýringin á því hversu erfitt það er flokknum að taka nú
hreina og klára afstöðu til grundvallarmáls eins og Icesave í dag.
Þótt nýstofnaður flokkur til hægri í dag, HÆGRI GRÆNIR, séu
ekki enn komnir á fullt inn á hið stjórnmálalega svið, hafa þeir
þó skýra og klára stefnu til stærstu mála, m.a Icesave. Formaður
og flokkur HAFNA ALFARIÐ ICESAVE! Svo einfalt er það! Engin
ákvörðunarfælni þar á bæ né klofningur. Enda engan sósíal-
demókrataisma þar á bæ að finna!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ICESAVE!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook..........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.