Litla strákaklikan í boði Sjálfstæðisflokksins


   Hanna  Birna  Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn, segir Besta flokkinn vinna eins og lítil stráka-
klíka. Hárrétt! En í boði hvers? Sjálfstæðisflokksins! Þar sem
þessi sama Hanna Birna situr í hásæti  forseta borgarstjórnar,
borgarstjórnarmeirihluta strákaklíku Jóns Gnarr og félaga.
Stjórnað úr herbúðum sósíaldemókratanna.

   Aulaháttur sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur  er
með hreinum eindæmum. Tekur fullan þátt  í  skrípaleik Jóns
Gnarr og félaga. með því m.a að taka að  sér stærsta embætti
borgarstjórnar. Því ekki er Hanna Birna svo blind að sjá ekki
að því fylgir  ákveðin pólitísk ábyrgð! Og það í meira lagi. Enda
fyrirfinnst ekki stjórnarandstaða í borgarstjórninni. Þrátt fyrir
hinn yfirgengilega AULAHÁTT og skrípaleik í ætt við svartasta
anarkisma sem þar hefur viðgengst frá kosningum.

   Þessi Sjálfstæðisflokkur er stórpólitískt furðufyrirbæri. Situr
í hásæti með anarkistum í borgarstjórn, stjórnaði Íslandi með
sínum sósíaldemókrötum í hruninu mikla, og ráðgerir nú stuð-
ning sinn við Icesave-þjóðsvikin, í boði óþjóðhollra vinstriafla.

   Er að furða að upplausn sé á Íslandi  í dag? Í borg og á lands-
vísu. Enda tómarúmið til hægri algjört!


 
mbl.is Sagði Besta flokkinn líkjast lítilli strákaklíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband