Icesave-reikninginn á að senda á Valhöll !
3.2.2011 | 17:44
Að sjálfsögðu flatmöguðu vinstriöflin eins og rakkar við afgreiðslu
Icesave 111 í dag, eins og í síðustu atkvæðagreiðslum. En að
það skyldi svo vera sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn sem skipaði sér
ÓTILNEYDDUR í þann þjóðsvikahóp vinstrimennskunnar mun hafa
komið mörgum á óvart. En samt ekki þegar horft er til ferils þessa
aula-flokks á umliðnum árum, berandi höfuðábyrgð á einu mesta
efnahagshruni Íslandssögunar. Því á ekki að koma á óvart að þessi
flokkur skuli hafa nú flatmagað í dag þegar tekist var um eitt mesta
efnahagslega framtíðarmál Íslands.
Hið sósíaldemókrataíska innbyggða eðli þessa flokks náði enn á ný
yfirtökunum undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, fyrrum
varaformanns flokksins. Uppgjöf formannsins var algjör og átakanleg
upp á að horfa. Enn og aftur sannaðist hversu sterk og víðtæk hin
sósíaldemókrataaski armur flokksins er orðin innan hans, enda munu
nú fjölmargir sem aðhyllast þjóðholl borgaraleg viðhorf yfirgefa flokkinn
á næstunni. Flokkurinn mun nú endanlega klofna.
Réttast væri að Icesave-reikningurinn verði sendur á Valhöll, neiti
forseti honum ekki undirskrift. Því svik Sjálfstæðisflokksins í þessu
stórmáli prinsippanna eru slík, að honum verður ALDREI það fyrir-
gefið.
Vert er svo að nefna að hinn raunverulegi þjóðholli hægriflokkur,
HÆGRI GRÆNIR, sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag, þar sem
m.a var skorað á Alþingi Íslendinga að fella Icesave-þjóðsvikin.
Vonandi að sem flestir þjóðhollir Íslendingar sjái arftaka í honum,
eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú endanlega svikið land og
þjóð með vinstriöflunum á Íslandi.
ÁFRAM ÍSLAND!
tilvís HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Athugasemdir
Klárlega ætti að senda reikninginn til Valhallar.
Það voru jú Sjálfstæðismenn sem sváfu á verðinum og ábyrgð bera á Icesaveklúðrinu
hilmar jónsson, 3.2.2011 kl. 17:56
Icesave á réttilega að fara í Valhöll og Hádegismóa.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2011 kl. 18:39
Hér eru aðeins nokkur atriði. Hér að ofan er talað um að lágmarkslaun eigi að vera 200 þúsund og skattleysismörk eigi að vera 250 þúsund. Bara svona að benda á að þá myndu um 30 til 40% þjóðarinnar verða skattlaus. Og svo ef við bætum við 19% skatti á allt þá myndu tekjur ríkisins hrapa væntanlega með þessum 2 aðgerðum um 40% eða meira. . Nú kostar Menntakerfið, Heilbrigðiskerfið og velferðarkerfin um 70% af öllum útgjöldum ríkisins. Sé ekki að hægt væri að reka ríkið á þessu. Án þess að skera öll þessi kerfi algjörlega niður. Svona ekki mikil skynsemi í þessu sem og að menn eiga ekki eftir að geta rökstutt hvernig þetta gengur upp.
Þá er náttúrulega algjörlega út í hött að tala um 1% stýrivexti því þá myndi sparnaður hér gjörsamlega strikast út því þó að verðtrygging væri tekin af þá myndi fólk í umvörpum reyna að koma peningum til útlanda í ávöxtun því að hægri grænir vilja taka líka verðtryggingu af. Og hér er króna sem heldur ekki sjó sérstaklega þegar gjaldeyrishöft verða afnumin.
Annað er náttúrulega svona dægur þras sem verður löngu leyst áður en hægri grænir eiga möguleika á að hafa áhrif t.d. í kosningum.
Held að þessi flokkur sé dauðdæmdur á næstu mánuðum ef þetta er ekki betur hugsað hjá mönnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.2.2011 kl. 19:35
Þið sósíaldemókratar kunnið EKKI og munið ALDREI kunna að skammast ykkar. En það er fyrst og fremst vegna ykkar þjóðfjandssamlegri hugmyndarfræði, og alltof mikil ítök ykkar við stjórn landsiins, sem allt er hér á hverfandi hveli nú. Þetta hafið þið gert með dyggum stuðningi
sósíaldemókrataiskra skoðanabræðra ykkar í Sjálfstæðisflokkum. EES-
samningurinn illræmdi var upphafið að síðustu alvarlegustu óförunum.
Þið hafið ALDREI viljað þessa þjóð sjálfstæða, og börðust flestir ykkar
gegn lýðveldisstofnunni 1944. Og nú, þið sem þýkist svo bera hag almennings í huga HIKUÐU ekki við að samþykkja 500 milljarða drápsklyfjar
útrásarmafíuósa á alþýðu þessa lands, til að geta komist í þetta andskotans sæluríki ykkar ESB, sem nú er í upplausn og á brauðfótum. ,,Sæluríki" sem myndi ganga endalega að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar dauðu. Hugarfar ykkar er svo sjúkt, fársjúkt, gagnvart landi og þjóð,
að maður á ekki orð yfir. Aulaháttur, flatmagaháttur og þrælslyndi ganvart erlendri kúgun er takmarkalaus, eins og svo oft hefur margsinnis komið
fram í Icesave-þjóðsvikunum ykkar. Já, það er nánast mannskemmandi
að nenna að eyða á ykkur orði.
Já já Magnús, gerðu bara grín að skattahugmyndum Hægri grænna.
En hafðu ekki áhyggjur af því, því alveg er eins víst að þjóðin lendi í
greiðsluþroti áður en langt um líður, ef Icesave-þjóðsvik ykkar ná fram
að ganga. Bara þessi vextir á þessu ári kr 27. MILLJARÐAR í Icesave er
ígildi tveggna góðra lofnuvertíða. Á sama tíma eruð þið blóðugir yfir
haus í niðurskurði til helstu velferðamála fyrir almenng. Já komist til
valda hér þjóðholl ríkisstjórn, yrði hennar fyrsta verk að draga ykkur
alla fyrir dóm vegna yfirgengilegra þjóðsvika ykkar.
Já. Hafið skömm fyrir!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2011 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.