Sjálfstæðisflokkurinn skelfur og nötrar. Klofningur framundan!


   Eftir að  þingflokkur  Sjálfstæðisflokksins gekk til liðs við hina
andþjóðlegu  vinstristjórn  kommúnista  og  sósíaldemókrata í
einu mesta þjóðsvikamáli lýðveldisins, Icesave, hefur flokkurinn
skolfið og nötrað um land allt. Ljóst er að formaðurinn  hefur
gefist endanlega upp og lúffað fyrir ESB-armi flokksins, undir
forystu  leiðtoga  sósíaldemókratanna  í  flokknum, Þorgerði
Katrínar Gunnarsdóttir. - Stríð ESB-sinna um Ísland hefur nú
loks náð því að klljúfa Sjalfstæðisflokkinn, en Icesave  hefur
m.a reynst ein af hindrunum í því að troða Íslandi inní ESB.
Sjálfur inngöngumiðinn að sæluríki ESB-trúboðsins á Íslandi.
Hvað sem það kostar!

  Það furðulegast er að með kúvendingu sinni í Icesave hefur
flokkurinn gert lífslíkur hinnar ömurlegu vinstristjórnar  mun
meiri en áður. - Lengt pólitískt líf skötuhjúanna Jóhönnu  og
Steingríms a.m.k út kjörtímabilið. Enda fékk formaður Sjálf-
stæðisflokksins mikið hrós frá ekki ómerkari aðila en leiðtoga
sjálfra kommúnista á Íslandi, Steingrími J. Og krataforingjanum
var mikið  létt.  Þannig að afglöp formanns Sjálfstæðisflokksins
eru hreint ótrúleg.  En jafnframt  mjög  gleðileg  innan r aða
sósíaldemókratanna í flokknum. Því þar ríkir nú mikil gleðistund!
Skiljanlega!

   Þessi skyndilega kúvending flokksforystu Sjálfstæðisflokksins
í einu mesta pólitíska hitamáli lýðveldisins hefur þó ein góð
áhrif. Hún flýtir fyrir allsherjar uppstokkun á hægri kanti ís-
lenzkra stjórnmála. Gefur þar nýjum þjóðhollum öflum eins
og HÆGRI GRÆNUM gott tækifæri. Afli, sem vert er að allir
þjóðhollir Íslendingar líti til í dag. Því ÖFLUGT og STERKT
borgaralegt stjórnmálaafl á þjóðlegum grunni er það sem
íslenzk þjóð þarfnast svo mikið í dag. Hlutverki sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur nú gjörsamlega glutrað niður.  Og
það endanlega!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
mbl.is Afstaða þingflokksins óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn að klofna, ú, hljómar spennandi!

En af hverju heldurðu að Þorgerður Katrín sé í forsvari fyrir þessu samþykki á samningunum?  Út af skoðunum hennar á ESB?  Hvað þá með Árna Johnsen, Einar K Guðfinnsson og Jón Gunnarsson svo einhverjir séu nefndir sem myndu ekki teljast til þess hóps?

Skúli (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband