Uppstokkun til hægri blasir nú við!
6.2.2011 | 00:25
Nú eftir að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hefur svikið bæði
þjóðina og flokksmenn í Icesave, ofan á öll þau gríðarlegu mis-
tök við stjórn efnahagsmála, er olli hruninu mikla árið 2008, er
flokkurinn gjörsamlega rúinn öllu trausti og ímynd sem þjóðholt
borgaralegt afl í íslenzkum stjórnmálum. Svikin nú í Icesave eru
einfaldlega dropinn sem fyllir mælinn.
Stór hluti flokksmanna og kjósenda flokksins sem aðhyllist hin
borgaralegu gildi og þjóðleg viðhorf eru nú svo gjörsamlega mis-
boðið, að ekki kemur til greina að styðja þennan flokk lengur.
Flokk sem oftar en ekki hefur falið sig undir sauðargærunni sem
þjóðhollt borgaralegt afl, en hefur í raun ætíð verið hinn stóri
sósíaldemókrataíski flokkur. Sá armur hefur nú endanlega yfir-
tekið flokkinn undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir.
Enda stóð ekki á ESB-trúboðinu kringum hana að lýsa trausti
og ánægju með formanninn, sbr. Þorsteinn Pálsson, sem nú er
á fullum launum hjá sósíaldemókratanum Össuri við að koma Ís-
landi inn í ESB. Icvesave var stóra hindrunin, sem varð að koma
frá, hvað sem það kostar þjóðina. Og nú hefur það gerst innan
Sjálfstæðisflokksins í dag. Gert hann að alræmdum Icesave-
flokki, á stalli með hinum andþjóðlegu vinstrisinnuðu Icesave-
flokkum, með stefnuna á Brussel. Og ekki að undra þótt Geir H.
Haarde sé í klappliðinu, sjálfur Hrunforsætisráðherrann og sem
svaf þyrnirósarsvefni meðan Icesave varð til og blómstraði.
Ljóst er að á hægri kanti íslenzkra stjórnmála hefur nú myndast
algjört tómarúm og upplausn. - Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
endanlega yfirgefið þann pól, hafi hann nokkurn tíma átt þar heima.
En meðan það tómarúm ríkir mun upplausn og stjórnleysið halda
áfram á Íslandi. Þörfin á þjóðhollum hægrisinnuðum flokki hefur
því aldrei verið brýnni en enmitt nú. Flokki, sem aldrei hefur verið
áður til í íslenzkum stjórnmálum, enda ástandið eftir því......
Hvort sá flokkur verður HÆGRI GRÆNIR eða ekki á eftir að koma
í ljós. En eftir hinn alvarlega klofning í Sjálfstæðisflokknum er alveg
ljóst, að allsherjar uppstokkun til hægri blasir nú við........
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook........
Sætti mig við þessi málalok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þetta blautir draumar Hægra-Grænna?
TómasHa, 6.2.2011 kl. 00:41
Nei. Mjög þurrir en djúpir samt Tómas!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2011 kl. 00:47
Sæll vertu Guðmundur - þú veist að ég er einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem varð arfavitlaus þegar ég heyrði fyrst af þessu - eftir það aflaði ég mér upplýsinga m.a. með samtölum við 2 þingkonur sem þekkja MJÖG vel til.
Síðan var ég á fundinum. Þar flutti Bjarni málið af yfirvegun og skynsemi og þótt sumir fjölmiðlar hafi hlaupið eftir buxnatali Sturlu ( þeim er tamt að hlaupa á eftir honum í einu og öllu ) þá voru þeir sem ekki sjá neitt gott við Bjarna ( hafa verið andstæðingar hans allt frá því að hann var kjörinn formaður ) lítill hópur sem ég vona að hugsi málið OG KYNNI SÉR ÁSTÆÐUNA FYRIR ÞVÍ AÐ BB VILL SEMJA NÚNA . Hann hefur alltaf haldið fram samningsaðferðinni ( sem ég var á móti ) og þau meta stöðuna þannig núna að lengra verði ekki komist. Spurningin er ER ÞAÐ FÓLK SEM ENN VILL DÓMSTÓLALEIÐINA TIL Í ÞAÐ - RAUNVERULEGA - AÐ TAKA ÞÁ ÁBYRGÐ Á SIG - PERSÓNULEGA -?? Bjarni er að leggja pólitíska framtíð sína undir.- Og með réttu - tekur hann hagsmuni heildarinnar framyfir sína eigin. Hann gefði getað farið Þór Saari leiðina og farið í lýðskrum - en þar skilur á milli þeirra enn einu sinni - Bjarni er svo miklu stærri maður en Þór Saari
Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.2.2011 kl. 14:44
Ólafur. Enginn þjóðhollur hægrisinni samþykkir ÓLÖGVARÐAR kröfur á
ríkissjóð. Og ALLRA SÍST óútfylltan ríkisvixill sem ENGINN hefur hugmynd
um hvað verði hár í lokinn. Sem er hreint klárt brot á stjórnarskránni.
Og kalla slíkt ÁBYRGT er svo GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT!
Já já bara til hamingju Ólafur minn að vera í enn einum Icesave-þjóðsvikaflokknum, í hópi hinna óþjóðhollu vinstriafla, flatmagandi fyrir
kúgunarhótunum alverstu nýlenduvelda ESB.
ÖMURLEGT að lesa svona skrif Ólafur. ÖMURLEGT!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2011 kl. 17:29
Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.
Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:28
Það er sagt að XD gaf upp Icesave í skiptum fyrir óbreitt kvótakerfi.
Þetta er Alþingi.. fólk er að víla og díla.
Stjórnmál eru ekkert nema bissness.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2011 kl. 22:44
Sammála!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.2.2011 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.