Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur yfirgefið öll þjóðholl
borgaraleg gildi og viðhorf, og fært flokkinn endanlega
yfir á vinstri kant íslenzkra stjórnmála. Stuðningurinn
við Icesave var lokaþátturinn í því langa ferli. Því alveg
er ljóst að ENGINN borgaralegur flokkur í heimi hér hefði
svo mikið sem látið detta sér það í hug að skrifa undir
óútfylltan víxil á ríkissjóð, svo hundruði milljarða skiptir,
og það vegna ÓLÖGVARÐRA krafna óvinveittra nýlendu-
velda. - Engin nema þá helst mjög þjóðfjandsamleg
vinstriöfl myndu leggjast svo lágt, eins og núverandi
alræmda vinstristjórnin á Íslandi í dag.
Þau sögulegu tíðindi hafa því nú gerst að á Íslandi eru
nú starfandi tveir sósíaldemókrataískir flokkar. Sam-
fylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Sossarnir tveir! Tví-
burarnir í íslenzum stjórnmálum. Sem í raun kemur svo
ekki mikið á óvart, horfandi á hvernig sósíaldemókrata-
isminn hefur fengið að grassera í Sjálfstæðisflokknum
gegnum tíðina. Sem loks endaði með því að formaðurinn
sjálfur, steig út úr skápnum með sínar 18 rauðu rósir.
Hylltur af öllu Icesave-klappliðinu og ESB-trúboðinu til
vinstri.
Þá hefur það einnig gerst að hér eftir verður hlegið
af Sjálfstæðisflokknum vogar hann sér til að kvarta yfir
skattpíningu á íslenzkum almenningi framvegis. Því að
þessi Icesave-þjóðsvik eru einn mesti skattapakki
Íslandssögunar, og þótt víðar væri leitað. Eða eins og
sagði í leiðara MBL í gær. ,,Þessi nýi samningur leggur
stórkostlegar byrðar á íslenzka þjóð. Um það er ekki
deilt, þótt ekki sé hægt að segja um af öryggi hversu
ofsalega þær verða".
Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú sjálfur formlega
stimplað sig út af hægri kanti íslenzkra stjórnmála, hafi
hann þá nokkurn tímann átt þar heima, gefur mörg og
öflug sóknarfæri þar á næstu misserum og árum. Ís-
landi og íslenzkri þjóð til heilla. ÁN SJÁLFSTÆÐISFLOKK-
SINS. HRUNFLOKKSINS MIKLA!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facevook......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_European_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita
Efnahagsfræðingarnir hér skammast sín ekki? Spánn hrapar um 1 sæti. Ísland um 10 sæti.
Þetta sannfærir mig algjörlega að Íslandi er stjórnað af Öpum. supPrime liði.
Júlíus Björnsson, 8.2.2011 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.