Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til eins eða neins lengur !


   Eftir síðustu  kúvendingu  Sjálfstæðisflokksins í Icesave er
þessum  flokki  ekki  treystandi  til eins eða  neins lengur!!
Ekki meðal þeirra sem aðhyllast  þjóðholla  borgaraleg  sýn.
Því   hvað  næst?  Evrópumálin? -  Mun  næsta  yfirlýsing 
formannsins bera þjóðinni þann boðskap að  eftir  ískalt 
mat sé réttast að Ísland gangi í ESB?  Slík yfirlýsing væri
rökrétt framhald af  Icesave-kúvendingunni, enda málin
nátengd. Slík yfirlýsing hlýtur því brátt að vera að vænta!

 Í efnahagsmálum er Sjálfstæðisflokknum allra síst treystandi.
Af þeirri einfaldri ástæðu, að á stjórnarvakt hans gerðist eitt
mesta efnahagslegt hrun Íslandssögunar, og þótt víðar væri
leitað. Og nú með Icesave-svikunum gerist Sjálfstæðisflokkur-
inn þátttakandi í einni mestu skattpíningaherferð Íslandssög-
unar á hendur þjóðinni ásamt hinum alræmdu vinstriöflum. Og
það vegna ólögvarinna krafna erlendra nýlenduvelda, sem
Sjálfstæðisflokkurinn og vinstriöflin treystu sér ekki að standa
gegn. Slík uppgjöf og flatmagaháttur gagnvart erlendri kúgun
og yfirgangi er fáheyrður meðal sjálfstæðra þjóða sem bera 
virðingu fyrir sjálfri sér, og er því  ekkert annað en þjóðarsvik
af versta tagi.

   Og það virðist sama hvar borið er niður þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn kemur nálægt, aulahátturinn og áttleysið í því hvert
skal stefna er algjört, sbr. skrípaleikurinn í borgarstjórn Reykja-
víkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til sjálfan forseta
borgarstjórnar í sirkus Jóns Gnarr og félaga. Enda Sjálfstæðis-
flokkurinn gegnsýktur af sósíaldemókrataískri óværu, sem jú
er aðal skýringin á undarlegri hátterni hans og framgöngu,
einkum á síðustu árum. 

   Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóðina í Icesave,
ofan á öll hin hrikalegu mistök sín og þau stórtjón sem þau
hafa  valdið  þjóðinni, er slíkum  flokki ekki treystandi lengur.
Allra síst meðal þeirra er aðhyllast þjóðholla borgaralega sýn,
gildi og viðhorf.  Uppstokkun á hægri kanti íslenzkra stjórnmála
hlýtur því að blasa við!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband