Sósíaldemókratinn Bjarni Ben!
5.3.2011 | 00:27
Þau grundvallar sinnaskipti Bjarna Benediktssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins í Icesave, benda eindregið til þess að hann
hafi endanlega gengið til liðs við hinn sósíaldemókratiska arm
Sjálfstæðisflokksins. Náin pólitísk tengsl hans og Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttir, fyrrv. varaformanns, sem farið hefur
fyrir hinum sósíaldemókratiska armi, hafa nú borið ávöxt.
FROSTRÓSINA ICESAVE. - Næsta ÍSKALDA MAT formannsins
verður svo það að Ísland verði best borgið innan ESB. Enda í
samræmi við orð hans fyrir kosningar, þar sem ESB-aðild væri
alls ekki útilokuð. Allra allra síst af pólitískum ástæðum.
Þorgerður Katrín átti aðal þáttinn í því að pólitísk eyðumerku-
ganga Samfylkingarinnar lauk, og mynduð var ríkisstjórn með
henni. Nú eftir endurkomu í pólitíkina og uppreisn æru innan
flokksins, hefur pólitísk staða Þorgerðar styrkst til muna. Það
að hafa unnið formanninn á sitt band í Icesave segir allt sem
segja þarf í þeim efnum. Enda hefur hinn sósíaldemókratiski
armur nú enn einu sinni orðið ofan á, en með afgerandi hætti
en oft áður. Sem birtist m.a í því að geta komist upp með það
að senda landsfundinum langt stórt R A U T T nef. Áttarvitinn
hefur nú augljóslega verið endurstilltur, með stefnuna á nýja
kratastjórn. Kratastjórn, með stefnuna til Brussel!!!!!
Allt þetta mun óhjákvæmilega leiða til pólitískrar uppstokkunar.
Uppgjörs. Ekki bara í Sjálfstæðisflokknum, heldur ekki síst á
hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Þar sem fullveldissinnuð
þjóðhyggjuöfl munu sameinast í nýrri borgaralegri hreyfingu.
Íslandi og íslenzkri þjóð til heilla!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Athugasemdir
UK eða Holland mun aldrei komast upp það koma í veg fyrir EU heildinn að innlima efnahagslögsögu Íslands til elífðar.
Það verða Íslendinga að gera sjálfir með því að alþjóðavæðast og hætta að líta á 8% heimsins EU [áður ESB] sem eina Alþjóðsamfélagið sem skiptir máli til langframa.
Ísland á að láta stórblokkirnar [USA , Kína, Indverja, Rússa, Kanada,..] bjóða í takmarkað aðstöðu og viðskipti til að losa undan ægivaldi Punds og Evru á Íslenskt efnihagslíf.
Júlíus Björnsson, 5.3.2011 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.