Stjórnlagaráð nú óráð ! ESB-aðildin ástæðan!
6.3.2011 | 00:22
Skipun stjórnlagaráðs er óráð. Tímasetning kolröng
við kolvitlausar aðstæður. Enda setti þjóðin frat í kosn-
ingarnar til stjórnlagaþings í vetur, með aðeins 36%
þátttöku. Auk þess hefur Hæstiréttur ógilt kosningarnar,
Endurskoðun stjórnarskrárinnar nú í miðjum aðildar-
viðræðum að ESB eru út í hött! Því gerist Ísland aðili
að ESB myndi íslenzka stjórnarskráin víkja fyrir stjórn-
arskrá ESB. Sú íslenzka yrði einungis til málamynda.
Þess vegna er það algjör tímasóun og sóun peninga
að kalla til endurskoðunar nú. Bara táknrænt fyrir AULA-
HÁTTINN í íslenzku stjórnkerfi í dag.
Hins vegar er allur flumbrugangurinn í þessu máli sá
að búa í haginn fyrir ESB-aðild Íslands. Útþynna þannig
fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar að fullveldisafsalið
mikla standist stjórnarskrá gerist Ísland aðili að ESB.
ÞVERT Á EINA AF MIKILVÆGUSTU ÁLYKTUN þjóðfundar í
vetur um að FULLVELDIÐ verði varið!
Fullveldisákvæðið er því AÐAL ÁSTÆÐA þess hversu
ESB-sinnar sækja fast um endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Þeim í Brussel var lofað þeim breytingum á þessu
ári. Enda frumforsenda þess að Ísland geti gerst aðili
að ESB.
Þess vegna er FURÐULEGT að sumir ESB-andstæðingar
á Alþingi Íslendinga skuli enn ekki hafa áttað sig á sam-
henginu. Því endurskoðun stjórnarskrárinnar EINMITT
NÚNA er SAMOFIN ESB- aðildinni NÁKVÆMLEGA eins og
ICESAVE!
Svo einfalt er það!
![]() |
Ófætt stjórnlagaráð klýfur flokkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, svona einfalt er það! Í augun einfeldninga alla vega!
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 00:45
Eins og hverra? Þín og þinna?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2011 kl. 00:50
Veistu Guðmundur að 60-80% ætla að segja Já við Icesave frumvarpinu. Hvernig líst þér á það?
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 00:59
80%. Hvar er sú skoðanakönnun? Hefur því miður algjörlega farið fram
hjá mér Björn minn. 80%?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2011 kl. 01:05
Af hverju sagðir þú ekki 100% Björn minn á fullu í þinni Bretavinnu?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2011 kl. 01:30
Guðmundur, ég held pistillinn þinn lýsi vel ætlun samfylkingarliðsins. Maður verður að vera einfaldur og grænn til að sjá það ekki!
Elle_, 6.3.2011 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.