Bullið í formanni Samtaka verslunar og þjónustu yfirgengilegt !


   Hvers konar furðufyrirbæri eru þessi samtök er kalla
sig  Samtök verslunar og þjónustu?  Hafandi formann
með yfirgengilegt bull og hroka! Ræðst á forystu bænda 
sem sagðir eru vilja standa vörð um kerfi er skattgreið-
endur og neytendur tapi á, á sama tíma og viðkomandi
ákallar Icesave-helsið með tilheyrandi OFURSKATTPÍNINGU
til næstu áratuga yfir þjóðina. Og toppar svo ofurbullið í
sjálfri sér með því við að kalla aftur á Hrunstjórnina aftur,
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks  og Samfylkingarinnar.

   Er nokkuð að furða þótt íslenzkt atvinnulíf sé eins illa
statt og raun ber vitni hafandi slíkt fólk og þennan for-
mann Samtaka verslunar og þjónustu í forystu?

   Aulahátturinn ríður ekki við einteyming á Íslandi í dag!

   Enda ástandið eftir því!
mbl.is Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér 2009.

"Í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins hinn 8. september 2009 var talað við Margréti Kristmannsdóttur, formann Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði að Fjármálaeftirlitið hefði EKKERT að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Fjármálaeftirlitið vill gera athugasemd við þessi orð. Skipun stjórnarmannsins er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og hefur eftirlitið því ekki lokið athugun sinni á því hvort viðkomandi stjórnarmaður er hæfur til að sitja í stjórn lífeyrissjóðsins þar sem einungis eru rúmar tvær vikur síðan fullnægjandi gögn um stjórnarmanninn bárust eftirlitinu".

MBL fréttir 24. 09. 2009.

"Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi banka, hefur sagt sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna af ótilgreindum ástæðum.

Viðbúið er að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapi háum fjárhæðum á falli Kaupþings og tengdum fyrirtækjum. Af þeirri ástæðu vöknuðu spurningar um hæfi Brynju til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Samtök verslunar og þjónustu skipuðu Brynju í stjórn lífeyrissjóðsins og sagði formaður samtakanna í fréttum RÚV hinn 8. september sl. að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert við skipan Brynju að athuga.

Samkvæmt upplýsingum frá FME er hæfi Brynju enn til athugunar hjá stofnuninni og í hefðbundnu ferli, en stofnunin úrskurðar um hæfi stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Brynja Halldórsdóttir staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún væri ekki lengur í stjórn lífeyrissjóðsins en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti".

Margrét Kristmannsdóttir var 7. maður á lista Samfylkingar í Reykjavíkur suður. Fyrrverandi varaformaður VR.

Finnst nokkrum það skrítið að þessi manneskja vilji að þjóðin borgi fyrir Icesafe?

Ekki mér. NEI við Icesafe.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 22:00

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega Arnór. Enda hlaut þetta að vera!  Gjörspilltur sósíaldemókrati!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.3.2011 kl. 00:15

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda ykkur félögunum hér að ofan á að Margrét talar fyrir hönd stjórnar SVÞ. Þannig að stjórn SVÞ stendur væntanlega að baki hennar. Annars hefði stjórnin gert athugssemd við ræðu formannsins.

Sem og að það var með öllu eðlilegt að að Margrét héldi að ekkert væri að setu þessarar konu í stjórn Lífeyrissjóðs VR þar sem að fjármálaeftirlitið hafði þrátt fyrir að hafa skoðað málið ekki gert athugsemd. Sem þeir hafa væntanlega gert síðar og því sagði þessi kona af sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2011 kl. 01:06

4 identicon

Maggi minn.

Stóð þá stjórnin líka að baki henni þegar hún LAUG að þjóðinni að FME hefði EKKERT að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í HRUNA Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við þessi orð!

Fólk sem notar svona embætti til að ljúga að þjóðinni, á að axla ábyrgð og víkja.

Þetta er vandamál þjóðarinnar í hnotskurn. HRUNAPAKKIÐ situr alt enn og stýrir fjármálastofnunum okkar.

Enginn hefur axlað ábyrgð.

Þökk sé samspillingunni sem sat í hruninu og situr enn. Og hylmir yfir Bjöggonum og hinum banksteronum.

Og svo vogar þetta pakk sér upp á dekk, og vill að börnin mín axli þeirra eigin ábyrgð og borgi Icesafe.

Svei þér Magnús og samspillingunni allri.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 01:26

5 Smámynd: Elle_

Sammála ykkur, Arnór og Guðmundur.  Samfylkingin skirrist ekki við að ljúga og við að pína yfir okkur kúgun.

Elle_, 18.3.2011 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband