Gnarr alþjóðlegt viðundur! Móðgar þýzka vinarþjóð!


    Skv. frétt Vísir.is neitar Jón Gnarr borgarstjóri að taka
á móti yfirmanni þýzku flotadeildarinnar, sem er komin
til Reykjavíkur í heiðursheimsókn. Þetta mun vera í fyrsta
sinn í sögu þýzka flotans, er borgarstjóri borgar sem flot-
inn heimsækir, neitar að hitta yfirmanninn.

   Þá segist fréttastofan hafa heimildir fyrir því að borgar-
stjóri hafi beitt sér fyrir því að skipin fengju ekki að koma
inn í gömlu höfnina, heldur Sundahöfn.

   Þarna sýnir borgarstjóri mikilli vinarþjóð Íslendinga gróf-
lega lítilsvirðingu og móðgun. Ekki síst þar sem á sama
tíma og heimsóknin stendar mun Landhelgisgæslan njóta
aðstoðar þyrlu flotans meðan önnur þyrla gæslunnar er í
viðgerð næstu daga. 

  Allt er þetta hið furðulegasta eins og með allt sem tengist
þessum manni sem á að heita borgarstjóri. Nema hvað nú
hefur hann endanlega gert sig að alþjóðlegu viðundri.  Sem
er ekki það sem Ísland þarfnast í dag í samskiptum sínum
við   eina bestu vinarþjóð fyrr og síðar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg rétt hjá þér, mér finnst þetta hrein móðgun og ekki síst þar sem þeir eru að aðstoða Landhelgisgæsluna og hafa sína þyrlu til vara.

Við virðist gleyma því að við íslendingar höfum aldrei þurft að hafa her til að verja okkar land, við höfum alltaf látið aðra gera það fyrir okkur. Síðan viljum við ekki kannast við þá þegar þeir mæta í kurteisisheimsókn. Það besta er að Landhelgisgæslan er ekki einu sinni vel tækjum búin og mesta vandamálið okkar var hver átti að sjá um lofthelgina.

Ómar Gíslason, 14.4.2011 kl. 10:29

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hefur nú reyndar komið fram hjá hafnarstjóra Faxaflóahafna að það sé rangt að borgarstjóri hafi skipt sér að því hvar skipin lögðust að bryggju. Ástæða þess að skipin fara ekki inn í gömlu höfnina er einfaldlega sú að eitt skipana er of stórt til að fara þar inn.

Annars hélt ég að þú teldir Þjóðverja stórhættulega gráðuga þjóð sem lægir á launráðum til að ná af okkur auðlindum okkar. Allavega hefur þú talað þannig þegar þú hefur mælt gegn því að við förum í efhahagsbanalag með þeim.

Sigurður M Grétarsson, 14.4.2011 kl. 13:03

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður.  ESB-andstaða mín byggist á alltt annari forsendu en gagnvart
þeim þjóðum sem innan þess eru nú um stundarsakir. Hef ÆTÍÐ litið á
þjóðverja sem bestu vinarþjóð Íslendinga, og ber mikla virðingu fyrir
menningu þeirra. Enda var með þeim fyrstu niður í Sundahöfn til að
fagna komu þeirra. Hef meir að segja hvatt til aukinnar samvinnu Íslands
og Þýzkalands á sviði öryggis- og varnarmála.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2011 kl. 14:31

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Guðmundur Jónas og ég tek undir orð Ómars Skapta. 

Til margra ára hefur mér þótt Jón Gnarr með leiðustu mönnum,  en svo tókst honum að gera ágæta afþreyinga þætti með aðstoð góðra manna  og ofmettaðist  og varð endanlega óþolandi.   Mér kemur því fátt á óvart sem hann gerir eða segir, nema ef honum tækist að sanna regluna, með skinsemi.

  

  

Hrólfur Þ Hraundal, 14.4.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband