Þurfum þjóðhollt hægriafl! Ekki enn einn vinstriflokkinn!
15.4.2011 | 00:16
Upplausn er í íslenzkum stjórnmálum. Vinstristjórnin
komin að fótum fram. - Klofningur úr Vinstri grænum
boðar enn einn vinstriflokkinn. Sem er ekki á bætandi
á hina þjóðfjandsömu vinstrimennsku á Íslandi, með
hinn andþjóðlega sósíaldemókrataisma í fararbroddi,
er grasserar meir og minna í Fjórflokknum. Ekki síst
í hinum undarlega andlausa Sjálfstæðisflokki, sem
hallast meir og meir til vinstri eftir sem sósíaldemókröt-
unum þar á bæ vex ásmegin.
Vinstrimennskan og vinstrisinnuð gildi og viðhorf hafa
alltof mikið litað íslenzk stjórnmál. Ekki síst þau sósíal-
demókrataísku. - Sem m.a komu EES-mistökunum á er
skópu eitt mesta efnahagslegt hrun Íslandssögunar.
Með tilstyrki sósíaldemókratanna í Sjálfstæðisflokkunum.
Og ætluðu svo að toppa þjóðarsvik sín með að koma
Icesave-skuldadrápsklyfjunum á þjóðina. Sem kom í veg
fyrir það með tilstuðlan forseta síns.
Stjórnleysið, upplausnin og aulahátturinn í íslenzku
stjórnarfari orsakast fyrst og fremst af skorti á pólitískri
þjóðhollri kjölfestu frá hægri. Borgaralegri sterkri ÞJÓÐ-
HYGGJU, er tali kjark og þor í þjóðina. Og standi sterkan
vörð um íslenzka þjóðarhagsmuni, íslenzkt fullveld og
sjálfstæði. Já nýtt þjóðhollt hægriafl!
Í Guðs bænum ekki enn einn vinstriflokkinn í viðbót!!!
Þjóðin er komin upp í kok af vinstrimennskunni, og öllu
því stjórnleysi, upplausn og undirlægjuhætti sem henni
fylgir.
Íhuga að stofna þingflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Lestu vel þessa grein vel og umræðuna þar. Skoðaðu tengla. Grunur ykkar um landráð er nú kyrfilega á rökum reistur og þetta verður að hrópa af hæstu tindum.
Það er nú eða aldre og ég er ekkert að grínast með það.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 03:01
100% sammál þér Guðmundur.
Rétt hjá þér Jón Steinar, þetta er ekkert grín heldur grafalvarlegt mál.
En hvað er til ráða? Bylting? Þær hafa verið gerðar af minna tilefni.
Ég hef bloggað um það áður að ég teldi að eini tilgangurinn með stjórnlagaþingi væri að afnema ákveðin ákvæði og setja ný sem heimiluðu Samfylkingunni að afhenda ESB landið og miðin án þess að verða ákærð fyrir landrá
Að innköllun kvótans væri til að afhenda hann ESB á silfurfati hafði maður hinsvegar ekki gert sér grein fyrir þó maður hafi velt því mikið fyrir sér hvernig og hvert og hver ætti að úthluta honum aftur og eftir hvaða leikreglum. Ekki í mínum villtustu draumum, en nú liggur það ljóst fyrir.
Tilgangurinn með stjórnlagaþingi og innköllun kvóta er skuggalegt plott sem nú hefur verið flett ofanaf.
Hvað það er hinsvegar sem rekur Samfylkinguna áfram í þessari helförer mér hinsvegar hulin ráðgáta.
Það verður að stöðva þessi áform strax. Tek undir með þér; það er nú eða aldrei!
Viðar Friðgeirsson, 15.4.2011 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.