Enn opinberast ESB-daður Bjarna Bens!
27.4.2011 | 21:28
Enn og aftur opinberast ESB-daður Barna Benediktssonar
formanns Sjálfstæðisflokksins. Enn og aftur opinberast bein
tengsl hans við hinn sósíaldemókrataíska arms Sjálfstæðis-
flokksins undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir. En
bæði sem AÐALMENN í sameiginlegri þingmannanefnd Ís-
lands og Evrópusambandsins létu undir höfuð leggjast að
halda uppi íslenzkum hagsmunum við drög að ályktun, sem
fjalla um stöðu mála í aðildarviðræðunum. Þeim virðast bæði
nokk sama hvernig ESB hugsar sér að draga Ísland hægt og
hljótt inn í ESB móti yfirgnæfandi meirihlutavilja þjóðarinnar.
Þau Bjarni og Þorgerður mættu ekki á fundinn, en sem AÐAL-
menn vissu allt um drögin sem átti að samþykkja. En það var
vegna mótmæla varamanna þeirra, Guðlaugs Þórs og Ólafar
Nordal, og fleiri nefndarþingmanna utan Samfylkingarinnar
sem tókst að fresta afgreiðslunni. Enda fólst í textadrögunum
að Ísland gengi í ESB. Einn erlendur þingmaður sá þó ástæðu
til að breyta því í ,,hugsanlega inngöngu".
Já enn og aftur opinberast hversu markvisst er unnið bak
við tjöldin að troða Íslandi inn í Evrópusambandið. Enn og
aftur opinberast hversu illa er hægt að treysta Sjálfstæðis-
flokknum í Evrópumálum undir forystu Bjarna Benedikssonar.
Sem sveik þjóð og landsfund Sjálfstæðisflokksins í Icesave.
Enn og aftur opinberast styrkleki sósíaldemókrata innan
Sjálfstæðisflokksins í dag, eins og svo oft áður.
Já enn og aftur opinberast þörfin á sterkum borgaralegum
þjóðhyggjuflokki!
Ákveðið að hætta við að álykta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já málið er það er engum treystandi. Flestir Pólitíkusar sjá frama í að komast á Evrópuþing.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2011 kl. 22:27
ESB er ekki að draga Ísland inn.... vegna þess að að var Ísland sem sótti um ingöngu ekki öfugt.
Meirihluti þjóðarinnar vilja klára þetta ferli og sjá samninginn
http://www.utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=2392:mikill-meirihluti-vill-klar-vieaeeur-vie-esb-einnig-innan-vg&Itemid=36
Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2011 kl. 22:34
Sé þetta rétt hjá Valdimar þá þurfum við að losna við pólitíkusa sem snarast.
Það er ekki rétt hjá Þrumunni ( eða hvers niðurbrots nöfnum það fyrirbæri kýs að nefnast) að Ísland hafi sótt um inngöngu í Evrópusambandið.
Það var einræðis hópur innan Alþingis sem óskaði eftir könnunarviðræðum, án heimildar vinnuveitanda síns, eða svo var það fals látið heita.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2011 kl. 21:33
það lyggur fyrir að mikill meirihluti vill sjá samninginn sbr skoðanakönnun sem ég linkaði fyrir ofan.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.4.2011 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.