,,Breska" RÚV


   Það mætti halda að RÚV væri orðið hluti  af breska konungsveldinu. - 
Því á sama  tíma  og skorið hefur verið  meiriháttar  niður  í  íslenzkri 
dagsskrágerð, og það  svo  að  ekki  var hægt einu sinni  að viðhafa
venjubundið kosningasjónvarp um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um Icesave, eru nú allt í einu til nógir peningar. Þegar sjálf breska
konungsfjölskyldan á í hlut. Með beinni útsendingu í fleiri klukkutíma
með fjölmennu tækniliði og fréttamanni á breskri grund.

    Þegar  haft  er  í  huga  áhugaleysi  ,,breska" RÚV  vegna breskra
hryðjuverkalaganna á Ísland, og stuðningur ,,breska" RÚV við málstað
Breta í Icesave, má skoða ofuráhuga  ,,breska" RÚV á því sem breska
konungsfjölskyldan bardúsar. - En hún er samt með öllu óskiljanleg,
og umfram allt óviðeigandi. Ekki síst þar sem um ríkisfjölmiðil er  að
ræða, sem ber að hafa sanhengi hluta í huga, þegar óvinveitt ríki,
jafnvel til margra áratuga, á í hlut..........
mbl.is Bein útsending frá brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki bara að leyfa fólki sem hefur gaman af þessu að njóta þess?  Það má vel vera að þetta sé hreinasti óþarfi hjá RÚV, en það vill svo til að hér á landi eru fjölmargir sem hafa áhuga á þessu.  Svo fannst mér umfjöllun RÚV um úrslitin í Icesave kosningunum vera til fyrirmyndar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 14:32

2 Smámynd: Che

Hvers konar fólk hefur brennandi áhuga á að horfa á brúðkaup sníkjudýra, sem lifir lúxuslífi á kostnað brezkra skattgreiðenda og heldur því svo fram að þetta "show" sé bara fjölskyldumál auðnuleysingjanna. Mín vegna getur þetta pakk bara fengið sér atvinnu og borgað sjálft undir rassgatið á sér. Þetta á ekki bara við þau brezku, heldur á það almennt um allar evrópskar konungsfjölskyldur sem lifa á greiðslum frá ríkinu.

Che, 29.4.2011 kl. 15:23

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Tek undir; réttmæta gagnrýnina, á þetta skefjalausa Breta dekur - góðir punktar, hjá Che, jafnframt.

H.T. Bjarnason !

Firring þín; sem nokkurra annarra samlanda, er ótvíræð, í ljósi forns fjandskapar Engla (síðar; Breta), í okkar garð, gegnum tíðina.

I. Þorskastríðin; á 15. - 20. öldum.

II. Icesave´s heimtufrekjan, nýafstaðin.

Fleirra; mætti upp telja, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 16:07

4 identicon

Óskar Helgi, ekki má gleyma hernáminu 1940 í þessari upptalningu þinni.  Annars er mín svokallaða firring í góðu lagi.  Ég er ekki að láta þetta pirra mig á neinn hátt.  Ég reyni frekar að beina orku minni í jákvæðar brautir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 18:31

5 identicon

Sælir; á ný !

H.T. Bjarnason !

Hárrétt; hjá þér. Þakka þér fyrir; andsvör einarðleg, ágæti drengur.

Líkast til; hefir firringar hugtakið vart átt við þig, við nánari athugun.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 19:33

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er þeirrar skoðunar að gamlar hefðir eigi að virða svo lengi sem þær skaði ekki aðra. 

Gamlar hefðir tengja okkur við fortíðina sem stendur undir allri menningu, og þó að Bretar hafi ekki enn séð að sér og beðið okkur afsökunar á ódæðisverkum Breskra stjórnvalda gegn okkur þá kemur þar að og munum að þar er sök þarlends almennings ekki meiri en okkar gagnvart Icesave

 

.     

Hrólfur Þ Hraundal, 30.4.2011 kl. 09:46

7 Smámynd: Che

Það kom fram í gær í Daily Show Jon Stewarts, þar sem gert var hörkugrín að brúkaupsfárinu (sem kostar skattgreiðendur að mig minnir 27 milljónir punda) að 85% af Bretum sé alveg nákvæmlega sama um þetta brúðkaup, en skattféð þeirra fari samt í þessa hít. Minnir svolítið á IceSave, þar sem saklausu fólki var gert að greiða skuldir annarra.

Hrólfur, það er rétt, að það er ekkert að því að halda í gamlar hefðir, en að halda uppi rándýrum iðjuleysingjum er einum of mikið á 21. öldinni. Ég veit ekki hvað Queen Elizabeth fær í laun nú, en fyrir 30 árum fékk hún 4000 pund á dag, þegar venjulegur verkamaður fékk um 40 pund á viku. Síðan fær öll konungsættin eins og hún leggur sig líka lífeyri frá ríkinu. Ég hefði ekki ráð á því að kaupa bíl út í hönd handa dóttur minni í afmælisgjöf þegar hún verður átján ára, en Elizabeth keypti Kensington Palace hand Önnu dóttur sinni bara sisona. Konungsfjölskyldan borgaði heldur ekki skatt fyrr en tiltölulega nýlega, og var það þá af frjálsum vilja og gert einungis til að bæta slæma ímynd sína, en ekki til að sýna samkennd.

Þótt margt slæmt sé hægt að segja um Margareth Thatcher, þá vann hún sér það til frægðar á sínum tíma að ætla sér að skera niður greiðslur til konungsfjölskyldunnar eins og öll önnur ríkisútgjöld. Elizabeth fyrirgaf henni það aldrei og þær urðu óvinkonur upp frá því.

Che, 30.4.2011 kl. 14:15

8 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Guðmundur.  Jóhönnu-útvarpið RUV eyðir okkar skattpeningum í að útvarpa eyðslu fáránleikans.  Og fluttu stöðugt rangfærslur Jóhönnu og JÁ-manna um ICESAVE-SKULDIR okkar.  Ætlun þeirra og Evrópuveldanna var víst að við borguðum fyrir ofureyðsluna með kúgunarsamningnum.

Elle_, 30.4.2011 kl. 15:17

9 Smámynd: Elle_

Og ég er ekki að tala um breskan almenning, heldur ríkisstjórnir.

Elle_, 30.4.2011 kl. 15:21

10 Smámynd: Elle_

Alltaf leka einhverjar fréttir út um úthlutun þessara styrkja, samanber fréttina hér að neðan. Þar kemur m.a. fram að breska konungsfjölskyldan fær landbúnaðarstyrki.

Niðurgreiðslur ESB til breska aðalsins - hvað segir... - duddi9

Royals and multinationals raking in EU farm aid

ANDREW RETTMAN

01.05.2009 @ 13:13 CET

EUOBSERVER / BRUSSELS - Royal landowners and multinational companies were among the biggest beneficiaries of the EU's €55 billion farm aid budget in 2008, a new EU transparency law has shown.

Royals and multinationals raking in EU farm aid

Elle_, 30.4.2011 kl. 15:48

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka góðar undirtektir hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.4.2011 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband