Þjóðhyggja gegn sósíaldemókrataisma ! ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!
1.5.2011 | 00:16
Þjóðin þarfnast forystu og leiðsagnar. Þjóðin þarfnast
að í hana sé töluð kjarkur og að hún sé hvött til dáða og
trúar á íslenzka framtíð! Sem SJÁLFSTÆÐ og FULLVALDA
þjóð. Úrtöluliðinu og andþjóðlegum viðhorfum og hugsjón-
um þess þarf því að úthýsa úr íslenzkum stjórnmálum. Þar
fremst ber hinn þjóðfjandsami sósíaldemókrataismi. Sem
allt of lengi og allt og mikið hefur fengið að grassera, og
það þvert á sjálfan Fjórflokkinn. Sem endaði með einu
mesta efnahagslegu hruni Íslandssögunnar. Og stór stór
glötuðum tækifærum í kjölfarið!
Og enn grasserar sósíaldemókrataisminn aldrei sem
fyrr. Enda eymdin og afturförin í hámarki, þrátt fyrir að
takist hafi að forða þjóðinni frá meiriháttar skuldaklafa
stórglæpamanna, Icesave, í boði sósíaldemókrataismans
og nýlenduvelda ESB. En eymd og fáttækt og stórskert
sjálfsvirðing þjóðarinnar er einn helsti og skýrasti merkis-
beri sósíaldemókrataismans til að brjóta niður þjóðfrelsis-
þrána og koma þannig þjóðinni undir erlend yfirráð á ný,
Evrópusambandið. - Með tilheyrandi stórskert lífskjör
íslenzkrar þjóðar, almennings og alþýðunnar á Íslandi.
Stórefla þarf því heilbrigða ÞJÓÐHYGGJU gegn hinum
þjóðfjandssama sósíaldemókratisma og viðhorfum og
markmiðum hans.- Bæði í stjórnmálum og ekki síst í
stéttarbaráttu íslenzkrar þjóðar fyrir bættum lífskjörum
Á HENNAR EIGIN ÍSLENZKUM FORSENDUM!
ÁFRAM ÍSLAND! LIFI ÍSLENZKA ÞJÓÐHYGGJUBYLTINGIN!
FRAM FRAM FYLKING ÍSLENZKT ÞJÓÐHYGGJUFÓLK!!!!!!!!!!
p.s. Lit á Kristján Júl sem sósialdemókrat enda Icesavesinni.........
Kristján vill landsfund í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook
Athugasemdir
Hverjir eru þá ekki sósialdemókratar á þingi? Get ekki betur séð en þetta fólk hagi flest seglum eftir vindi í skjóli eigin sannfæringar og ekki síður eigin hagsmuna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist gegn ESB,þar til nú nýverið hafa komið fram öfl innan þeirra raða sem varla er hægt að treysta.
VG! gallharður gegn inngöngu í ESB, kæmi bara ekki til greina, hverjar eru efndirnar? (fyrir utan Atla, Lilju og Ásmund).
Hreyfingin: töldu okkur betur borgið utan en innan ESB, en hvernig er hljóðið í þeim núna, ég held að þar séu tveir af þermur sem vilja inn( er þó ekki viss).
Samfylkingin. Tek hana varla með, þar held ég að engin þori að hafa aðra skoðun en flokksforustan sem er gallhörð á að fara inn með góðu eða illu.
Hvað er þá eftir? Framsókn, var komin á þá skoðun að þeim væri best treystandi, þar til sagan sagði að Sif hefði samið við Össur um að styðja stjórnina gegn því að henni yrði útveguð vinna út í Brussel.
Sem sagt ekkert eftir. Að mínu viti þurfa flokkarnir allir að halda flokksfundi og skilgreina sig betur, svo fólk viti hvað það á að kjósa. Á meðan við erum ekki með persónukjör þá þarf að koma fram skýr stefna hjá flokkunum.
Tek annars undir með þér. Kveðja
Sandy, 1.5.2011 kl. 07:47
Utanríkismál
Meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands er að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar jafnframt því sem vinna ber með öðrum þjóðum að því að efla frið, frelsi, lýðræði, mannréttindi og velmegun. Friðsöm milliríkjaviðskipti eru ein af hornsteinum stefnu Hægri grænna, flokks fólksins.
Leggja ber áherslu á að styrkja gagnkvæman velvilja og traust í samskiptum Íslands við önnur ríki og stuðla að friðsömum milliríkjaviðskiptum. Að fenginni reynsla sýnir glöggt að Íslendingar þurfa ætíð að leggja sjálfstætt mat á hagsmuni sína út á við og standa saman um vernd þeirra í traustu og víðtæku samstarfi við önnur ríki.
Hægri grænir, flokkur fólksins er á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Flokkurinn telur ekki skynsamlegt að standa í samningum við ESB á meðan efnahagslíf landsins er í molum. Ávallt skulu Íslendingar semja við aðrar þjóðir og gera milliríkjasamninga á eigin forsendum. Flokkurinn er hlynntur því að gera frekar tvíhliðasamninga við ESB t.d. eins og Svisslendingar hafa gert. Úr því sem komið er í aðlögunarferli Íslands að ESB verður að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst til þess að þjóðin geri upp við sig hvað hún vill og við getum horft til framtíðar.
Áður en til fullrar inngöngu Íslands í ESB kemur vill flokkurinn láta fara ofan í saumana á EES samningnum og kanna kostnað og áhryf sem hann hefur haft á íslenskan efnahag. Rannsókn verður að fara fram á kostum og göllum EES samningsins fyrst áður en gengið er í ESB. Það er ljóst að þegar við skrifuðum undir EES samninginn var það að margra mati að einhverju leiti fullveldisafsal. Verður að rannsaka þennan þátt í þaula og einnig hvers vegna við höfum ekki nýtt rétt okkar innan ESB sem okkur er gefið í EES samningnum að fullu. Við hefðum t.d. getað komið í veg fyrir þessi stóru mistök varðandi innistæðutryggingarlöggjöfina sem var innleidd hér. EES samningurinn hefur breyst mjög mikið og stækkað síðan hann var undirritaður. Sama má segja um ESB. Í upphafi skal endirinn skoða og er kominn tími til þess að gera það núna. Það er algjörlega ólíðandi fyrir þjóðina að Alþingi eyði svo miklum tíma á hverju þingi að taka upp hvert regluverkið á eftir öðru frá ESB án skoðunar og án athugasemda. Það er kominn tími til útskýringa á þeirri EES löggjöf sem hefur verið lögfest hér án skoðunar og hvort hún passi inn í íslenskt þjóðfélag.
Samskipti við Evrópusambandið (ESB) ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi geta sjálf tekið ákvarðanir um lagabreytingar hliðstæðar þeim sem ákveðnar eru innan ESB, ef þau svo kjósa og þá út frá eigin forsendum. Aðild að ESB myndi skerða fullveldi Íslands enn frekar en orðið er með EES-samningnum og tefla í tvísýnu yfirráðum Íslendinga yfir auðlindum sínum.
Styrkja ber í hvívetna samstarf við ESB og aðildarríki sambandsins á grundvelli EES-samningsins,
m.a. með því að nýta markvisst þá fjölþættu möguleika til að koma íslenskum hagsmunum og
sjónarmiðum á framfæri meðan stefnumál ESB eru í mótun.
Alþjóðleg viðskipti einkennast í síauknum mæli af því að þar eru þrjú stór markaðssvæði,
Evrópusambandið, Ameríka og Suðaustur-Asía. Óráðlegt er fyrir smáríki eins og Ísland sem er bæði mjög háð innflutningi og útflutningi að taka sér stöðu innan tollmúra ESB. Íslendingar verða að geta samið um viðskipti við aðrar þjóðir á eigin forsendum. Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.Eðlilegt er að leggja aukna áherslu á lýðræðislega samvinnu á borð við þá sem fram fer í Evrópuráðinu. Þangað senda nær öll ríki álfunnar fulltrúa frá sínum þjóðþingum og skilyrði fyrir aðild lúta að mannréttindum en ekki efnahagsmálum. Evrópuráðið er vettvangur fyrir umræður um ýmis mikilvæg samfélagsleg málefni og samskipti aðildarríkjanna innbyrðis. Þá hefur ráðið haft forgöngu um mikilvæga samninga í umhverfismálum.
EES samninginn verður að endurskoða. Síðan EES samningurinn var samþykktur hefur mikið breyst innan ESB. Þær spurningar hljóta að vakna eftir hrunið hvort EES samningurinn hafi fært Íslendingum mikla gæfu. Margir halda því fram að ávinningur af samningnum sé ekki í hlutfalli við hið gríðarlega tap sem þjóðin hefur orðið fyrir. Margar skynsamlegar Evrópu tilskipanir hafa verið teknar upp inn í íslenska löggjöf en áhöld eru uppi um það hvort viturlegt sé að halda áfram á sömu braut. EFTA er annar handleggur og ætti að fullnægja þörfum Íslendinga varðandi verslun og viðskipti við Evrópu. Fríverslunarsamningar sem Ísland hefur gert, ýmist tvíhliða eða í samstarfi við önnur EFTA-ríki, hafa auðveldað til muna hagkvæm viðskipti. Mikilvægt er að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis og m.a. verði gerðir fríverslunarsamningar við Kína , Rússland og Bandaríkin.
Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur það á stefnu sinni að óska eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku um gerð tvíhliða fríverslunarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna. Eftirfarandi texti kemur fram í nýlegri þingsályktunartillögu sem flokkurinn tekur heils hugar undir:
„Það er lykilatriði í endurreisn íslensk efnahagslífs að tryggja íslenskum fyrirtækjum bestu mögulegu viðskiptakjör. Tollfrjáls aðgangur að einum stærsta markaði heims, Bandaríkjamarkaði, er mjög mikilvægur í þessu sambandi. Með tilkomu fríverslunarsamnings við Bandaríkin mundu bandarískar vörur lækka í verði til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og fyrirtæki. Sóknarhagsmunir Íslands liggja í því að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði fyrir útflutningsvörur, sérstaklega fiskafurðir og iðnaðarvöru. Sú grundvallarbreyting hefur orðið undanfarin ár að hagsmunir Íslands liggja ekki einungis í verslun með sjávarafurðir heldur hefur Ísland verulegra hagsmuna að gæta á nánast öllum sviðum og ekki síst hvað varðar hátækni, lyf og þjónustu.“
„Fríverslunarsamningur við Bandaríkin felur í sér mikil tækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Má þar helstar nefna lambakjöt, skyr og osta enda hafa téðar vörur verið á boðstólnum í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið og hafa fengið þar mjög góðar viðtökur. Lækkun smásöluverðs til bandarískra neytenda, í gegnum tollaívilnanir, ætti að skila sér í aukinni sölu sem leiða mundi til aukinnar framleiðslu íslenskra landbúnaðarvara. Bandaríkin hafa gert fríverslunarsamninga við 17 ríki og á meiri hluti þeirra það sammerkt að teljast smá. Ísland er lítið land í samfélagi þjóðanna og af þeim sökum ætti landið að falla vel að samningamódeli Bandaríkjanna og góðar líkur vera á að samningar takist.“
„Það er eðli fríverslunarsamninga að þeir eru gagnkvæmir en í því felst m.a. að báðir aðilar telja sig hafa hag af því að gera slíka samninga. Hagur Bandaríkjamanna yrði ekki síst sá að þeir gætu nýtt Ísland sem umskipunarhöfn fyrir flutninga á Evrópumarkað. Lega landsins gæti þannig orðið til þess að Ísland yrði milliliður fyrir viðskipti milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu. Þá gæti einnig orðið hagkvæmt að flytja hálfunnar vörur frá Bandaríkjunum til Íslands, fullvinna þær hér á landi og selja í öðrum Evrópulöndum. Ef löndin ná samningum um sk. upprunareglur gætu fjölmörg störf skapast hér á landi í tengslum við samninginn. Á Suðurnesjum mundi til að mynda nálægð við alþjóðaflugvöll og höfnina í Helguvík gegna mikilvægu hlutverki.“
„Viðræður milli landa við gerð fríverslunarsamninga taka oft langan tíma. Það er þó ekki algild regla en orð eru til alls fyrst. Ef pólitískur vilji er til staðar af beggja hálfu ættu viðræður og staðfesting samnings að taka tiltölulega skamman tíma. Í þessu samhengi þarf að hafa hraðan á við afgreiðslu þingsályktunartillögunnar á Alþingi. Hafa ber í huga að fari svo að Ísland gangi í Evrópusambandið, mun Ísland eitt og sér hafa skerta heimild til að gera tvíhliða fríverslunarsamninga og yrðu slík samningagerð fyrir landsins hönd á könnu Evrópusambandsins.“
„Hugmyndin um fríverslunarsamning við Bandaríkin er ekki ný af nálinni. Könnunarviðræður fóru fram á vettvangi EFTA fyrir nokkrum árum en þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Margt hefur hins vegar breyst á þeim tíma sem liðið hefur og er ástæða til að ætla að viðhorf Bandaríkjamanna séu jákvæðari núna en þau voru þá. Teikn eru á lofti um að þeir vilji bæta samskipin milli landanna en þau hafa heldur minnkað frá því að varnarliðið hvarf af landi brott. Við þetta má einnig bæta að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, gat þess m.a. sérstaklega í sjónvarpsávarpi til Íslendinga 17. júní sl. að Íslendingar gætu reitt sig á trausta vináttu og stuðning Bandaríkjamanna í þeim efnahagserfiðleikum sem að steðja.“
„Að jafnaði hafa fulltrúar atvinnulífsins á Íslandi með atbeina utanríkisráðuneytisins haft frumkvæði að gerð fríverslunarsamninga. Skýr viljayfirlýsing Alþingis í þessum efnum er mikilvæg og vegur þungt. Hana mætti túlka sem ósk um stuðning vegna mikilla efnahagserfiðleika. Stuðning sem grundvallast á áratuga vináttu og gagnkvæmum viðskiptum á sama tíma. Á slíkum forsendum mætti nálgast viðræður eða einstaka þætti samningsgerðar. Leita ber allra leiða til þess að styrkja stoðir íslensk efnahagslífs á erfiðum tímum. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin ætti að skapa framtíðarmöguleika, ný og eftirsóknarverð tækifæri á fjölmörgum sviðum. Af þeim sökum fjallar þingsályktunartillagan um tækifæri sem Alþingi á að hafa frumkvæði að því að nýta.“
Sendiráðum og fastanefndum ber einungis að halda úti í þeim ríkjum og ríkjasamtökum sem mestu
skipta. Vegna nauðsynjar á niðurskurði ríkisútgjalda og sérstaklega erlendum útgjöldum þarf að fækka sendiráðum og gæluverkefnum. Hægri grænir, flokkur fólksins vill einnig loka umdæmisskrifstofum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem hafa stöðu sendiráðs í viðkomandi ríkium: Malaví, Mósambík, Namibía, Úganda og Sri Lanka en sendiherra situr annars staðar. Þessum þróunarverkefnum vill flokkurinn draga úr og beina fjárútlátum til útrýmingar á fátækt á Íslandi. Í framhaldinu vill flokkurinn athuga með að loka alfarið Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sendiráð sem flokkurinn vilja hafa áfram opin eru: Bandaríkin, Belgía, Danmörk, Frakkland, Kína, Noregur, Rússland, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland. Flokkurinn telur samt nauðsynlegt að vera með eitt sendiráð í Suður Ameríku t.d. Brasilíu.
Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu(NATO) og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951, áréttaður með samkomulagi ríkjanna frá 2006, eru sem fyrr trygg undirstaða hervarna landsins. Í þeim felst mikilvægur fælingarmáttur sem stuðlar að varðveislu friðar á Norður-Atlantshafssvæðinu. Þessu samstarfi ber að halda áfram og hlynna að því eftir þörfum. Vinna ber að því að styrkja áfram þann mikilvæga árangur á sviði öryggismála sem fólst í lokum kalda stríðsins, m.a. með eflingu samvinnu á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Sameiginlegs ráðs NATO og Rússlands, svo og Evrópuráðsins. Varnar og öryggismál Íslands skulu ávalt vera tryggð, m.a með aukninni þátttöku Íslendinga sjálfra í varnar og öryggismálum Íslands t.d. með eflingu Landhelgisgæslu og lögreglu.
Málefni Norðurslóða eru eitt mikilvægasta langtímaverkefni íslenskra utanríkismála að mati Hægri grænna, flokks fólksins. Þar er um að ræða nærsvæði landsins sem mun þegar á næstu árum öðlast mjög vaxandi þýðingu á heimsvísu. Nýting náttúruauðlinda á og í hafsbotni, opnun siglingaleiða og úthafsveiðar á áður ísilögðum hafsvæðum munu, ef svo fer sem horfir, styrkja verulega stoðir íslensks efnahagslífs. Nauðsynlegt er að íslenska ríkið efli hagsmunagæslu sína á þessu svæði og bregðist við fyrirsjáanlega aukinni skipaumferð, m.a. með því að Ísland áskilji sér 24 sjómílna aðlægt belti skv. Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Nýta ber til fulls hina nýju möguleika og stuðla að farsælli samvinnu hlutaðeigandi þjóða. Öflug áframhaldandi þátttaka í starfi Norðurskautsráðsins og Barentsráðsins, svo og fiskveiðisamtaka svæðisins, skiptir hér miklu. Þá er mikilvægt að efla samstarf vestnorrænu þjóðanna.
Hægri grænir, flokkur fólksins telur mikilvægt er að treysta samvinnu Norðurlanda sem á sér djúpar rætur. Ísland og Noregur leysi ágreining sinn um rétt Íslendinga til auðlindanýtingar á Svalbarðasvæðinu með þeim hætti sem sæmir vinaþjóðum. Einnig að samkomulag náist milli Íslendinga, Dana/Færeyinga, Breta og Íra er tryggi réttindi þjóðarinnar á Hatton-Rockall svæðinu. Standa ber sem fyrr dyggan vörð um efnahagslögsögu, ýtrustu landgrunnsréttindi skv. Hafréttarsamningi SÞ og fiskveiðiréttindi þjóðarinnar og tryggja henni sanngjarnan hlut í deilistofnum.
Sýna ber fulla árverkni og sporna gegn alþjóðlegum hættum, s.s. hryðjuverkastarfsemi, ofbeldi
öfgahópa, mansali, eiturlyfjasmygli og peningaþvætti í nánu samstarfi við aðrar þjóðir. Mikilvægt er að meðalhófs og mannréttinda sé gætt við aðgerðir á þessu sviði og löggjöf sé ekki misbeitt. Fordæmd er gróf framganga breskra stjórnvalda gegn Íslendingum á grundvelli hryðjuverkalaga. Hægri grænir, flokkur fólksins vill opinbera rannsókn á því tapi sem íslenskt efnahagslíf varð fyrir þegar Bretar beittu okkur hryðjuverkalögunum og rústuðu íslensku efnahagslífi. Flokkurinn vill hefja skaðabótamál gegn Bretum sem fyrst og ráða til þess máls færustu lögfræðinga heims.
Æskilegt er að Doha- viðræðurnar á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) verði leiddar til lykta eins fljótt og unnt er og ríki sem ennþá standa utan samtakanna geti gengið í þau. Greiður markaðsaðgangur og bætt viðskiptakjör fyrir afurðir og framleiðslu þróunarríkjanna skipta miklu máli til þess að markmið um bættan hag þeirra náist. Spilling er útbreitt mein sem mikilvægt er að vinna gegn og stuðla af einurð að heilbrigðum viðskiptaháttum.
Hægri grænir, flokkur fólksins styður alþjóðlega samvinnu um skynsamlega og öfgalausa stefnu í loftslagsmálum, er hvíli á traustum vísindalegum grunni, og örva á alla lund sjálfbæra nýtingu þjóða heims á auðlindum jarðar. Flokkurinn vill sjálfstæða íslenska utanríkis- og friðarstefnu. Ísland á að vera friðlýst og lögsöga þess kjarnorku- sýkla- og efnavopnalaus með öllu og bannað að flytja slíka hluti um efnahaglögsögu Íslands. Auka umhverfisöryggi, sérstakleg nú ef Norður Íshafsleiðin opnast og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum, olíuvinnslustöðvum, olíuskipum og herstöðvum.
Hægri grænir, flokkur fólksins vill að stórveldin efni greiðsluloforð sín til Sameinuðu þjóðanna. Flokkurinn er á móti endalausri spillingu innan Sameinuðu þjóðanna og vilja auka lýðræðislega umbætur. Treysta ber stoðir þjóðaréttar í þágu friðar og mannréttinda og stuðla að aukinni þátttöku almennra félagasamtaka í stefnumörkun alþjóðamála. Íslensk stjórvöld eiga að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um afvopnun og takmarkanir á vígbúnaði. Við getum beitt okkur m.a. á Norðurlöndunum gegn vopnasölu Svía og Norðmanna til fátækra Afríkuríkja. Hægri grænir, flokkur fólksins hefur sérstakan áhuga á þátttöku Íslands í stofnunum Sameinuðu þjóðanna til uppræta spillingu innan þeirra vébanda. Ísland á að styðja eindregið markmið Sameinuðu þjóðanna og ákvæði mannréttindayfirlýsingarinnar með því að leggja sitt af mörkum til að útrýma fátækt og hungri, félagslegu ranglæti, misskiptingu auðs, kynþáttamismunun, mannréttindabrotum og hernaðarhyggju.
Flokkurinn vill vinna að friðsamlegri sambúð þjóða, fullum mannréttindum, kvenfrelsi, velferð og
jöfnuði allra jarðarbúa. Koma verður á sérstakri skattlagningu eða alþjóðlegum reglum til að sporna við spákaupmennsku með fjármagn heimshorna á milli eða með svokölluðum fjármagnsfærsluskatti (Tobin Tax). Hægri grænir, flokkur fólksins telur að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Ísland á að vera herlaust. Ísland á að styðja viðleitni þorra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um gerð alþjóðasáttmála sem banni öll tortímingarvopn og að komið sé á ströngu alþjóðlegu eftirliti með vopnasölu og unnið að útrýmingu árásarvopna.
Hægri grænir, flokkur fólksins vill endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu um afnám vegabréfaskoðunar. Schengen-samningurinn var að mati flokksins mikið óheillaskref og misráðið. Í því felst að Íslendingar taka að sér vörslu ytri landamæra Evrópusambandsins og girðingar eru hækkaðar gagnvart öðrum ríkjum og heimshlutum. Schengen-samstarfið er að auki kostnaðarsamt og felur í sér víðtæka og varhugaverða skráningu persónuupplýsinga. Í stað vegabréfaeftirlits fengu lögregluyfirvöld aðgang að Schengen-upplýsingakerfinu (SIS), viðamiklu miðlægu tölvuskráningarkerfi um hættulega eða óæskilega einstaklinga.
Það er með ólíkindum hversu lengi stjórnmálastéttin ætlar að láta það vera að ræða þá
þjóðfélagsógn sem Schengen hefur fært íslensku þjóðinni. Í aðdraganda þess að við gegnum í Schengen birtust í fjölmiðlum greinar eftir fólk úr öllum stjórnmálaflokkum þar sem skynsemi þess að ganga í Schengen var dregið í efa. Sumir vöruðu beinlínis við því að það ástand gæti skapast sem núna er orðið staðreynd. Varnaðarorðum þessa fólks var vísað á bug af stjórnmálastéttinni
Bretar og Írar eru ekki í Schengen. Bretar hafa aldrei tekið það í mál að ganga í Schengen. Bretland er eyja og lögmál Schengen eiga illa við um eyþjóð. Mörg rök hníga að því að Ísland eigi að segja sig úr Schengen og ættum frekar að halda uppi virku landamæraeftirliti. Bretar og Írar hafa aðgang að SIS-kerfinu þótt þeir séu ekki í Schengen. SIS-kerfið er í þeirra augum bara enn einn gagnabankinn sem hjálpar þeim að halda uppi lögum og reglu. Það er ekkert sem bendir til annars en við gætum líka verið í samstarfi um lögreglumál við Evrópuþjóðir og fengið aðgang að gagnabönkum eins og SIS þótt við séum ekki í Schengen.
Að lokum má nefna TAFTA (Trans Atlantic Free Trade Agreement) sem nýr félagsskapur gæti heitið. Þessi hugmynd gengi út á að koma upp fríverslunarsvæði á milli Kanada, Grænlands, Íslands, Færeyja, Noregs og Skotlands. Hægt væri að stækka þetta samband til Rússlands og Bandaríkjanna. Þetta fríverslunarsamband yrði þá fjölmennara en Evrópusambandið. Samskiptum Íslands í framtíðinni við önnur ríki er best borgið með friðsamlegum, skattfrjálsum og verndartollalausum milliríkjaviðskiptum.
Hægri grænir, flokkur fólksins er grænn borgaraflokkur.
Hægri grænir, flokkur fólksins er flokkur tíðarandans og raunsæisstjórnmála.
Hægri grænir, flokkur fólksins er umbótasinnaður náttúruverndarflokkur.
Hægri grænir, flokkur fólksins er frjálslyndur framfaraflokkur.
Guðmundur Franklín Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 09:40
Auvita á að haga seglum eftir vindi en það þarf samt að vita hver ætlað er að stefna.
En alltí einu tók hjartað í mér kipp og mikið er ég skotin í þessari Sandy, verst hvað myndin er slæm.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2011 kl. 09:48
Já, ég er á því að langmálugir séu heimskir.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2011 kl. 10:18
Takk fyrir innleggin hér. Sérstaklega Guðmundi Franlín formanni HÆGRI GRÆNNA fyrir að gefa okkur innsýn í stefnu þessa ágæta flokks sem vert
er að gefa virkilega gaum að sem ákjósanlegan valkost í komandi kosningum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.5.2011 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.