Stórgóður aðalfundur Hægri grænna 17 júní.


    Stórgóður aðalfundur Hægri grænna var haldinn í Tjarnarbíói
árla morguns 17 júní, en flokkurinn var stofnaður þann dag
fyrir ári á Þingvöllum. Sem í raun segir flest um þennan ágæta
flokk sem segja þarf, og fyrir hvað hann ætlar að standa fyrir
í framtíðinni fyrir íslenzka þjóð.

    Formaður flokksins Guðmundur Franklín Jónsson flutti skeleggja
ræðu og útskýrði helstu stefnumál flokksins. En ný heimasíða afar
vel framsett og ítarleg hefur nú verið opnuð á www.afram-island.is/
Auk þess sem flokkurinn er á facebook. En mikil fagvinna hefur verið
lögð í grunnhugmyndir flokksins og stefnu. Sem ætlar að bjóða fram
í öllum kjördæmum í næstu kosningum.

   Ljóst er að hér er loks  kominn fram sá  ALVÖRU hægrisinnaði
borgaralegi  flokkur sem allir þjóðhollir Íslendingar geta treyst.
Ekki síst í þjóðfrelsismálum, þar sem m.a aðild Íslands að ESB
og Schengen er ALGJÖRLEGA hafnað, og að staðið verði sterkur
vörður um fullveldi og sjálfstæði Íslands. 

   Á fundinum ríkti mikill sóknarhugur, eindrægni og einhugur,
eins og sönnum þjóðhollum hægriflokki sæmir. 

   Sem frjálslyndur og viðsýnn þjóðhyggjumaður með borgaraleg
viðhorf hef ég nú loks fundið flokkinn sem hef löngum leitað að.
Hvet alla sanna fullveldissinnaða íhaldsmenn með frjálslynd
borgaraleg viðhorf að kynna sér hinn nýja flokk. Kominn tími
til allsherjar uppstokkunar á  hægri kanti íslenzkra stjórnmála.
Þar sem  óþjóðhollu  vinstraöfgaliði  verði sagt alvöru stríði  á
hendur! Með nýjum flokki og nýju hugsjónafólki, landi voru og
þjóð  til heilla.

    ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  ÁFRAM ÍSLAND! 



   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband