Gnarr-anarkismi í boði Vinstri grænna !


    Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna vill
Besta flokkinn á þing. ,,Til að hrista upp í kerfinu þar sem það
er svo spillt" segir hún á vef Guardian í dag. Veit ekki  hvort
maður á að hlægja eða gráta af svona eindæmis aula-bulli.
Í fyrsta  lægi  er  Guðfríður  stjórnarþingmaður  og  ber  því
100 % pólitíska  ábyrgð  á  stjórnleysinu  og  spillingunni á
Íslandi í dag og hinum yfirgengilega pólitíska aulahætti. En
einmitt í hinum pólitíska aulahætti leikur Besti flokkurinn líka
aðalhlutverkið við stjórn Reykjavíkurborgar sem einskonar
trúða-útibú   frá sósíaldemókrötunum í Samfylkingunni. Þar
sem maður sem kallar sjálfan sig trúð leikur borgarstjóra. 
Þennan Gnarr-anarkisma vill Guðfríður bæta við stjórnleysið 
á landsvísu við hinn afdankaða sósíalisma sinn sem allt er
að drepa og eyða á Íslandi í dag.

   Ekki  að furða  að  aulasamfélagið  á  Íslandi  haldi áfram! 
Sem verður ekki upprætt nema með leiftursókn þjóðhollra
borgaralegra afla frá hægri, afla stjórnlyndis laga og réttar!
Þar  sem  sósíaldemókrataismi  Fjórflokksins  og  pólitískir 
Gnarr-anarkistar  verða  úthýstir úr íslenzkum stjórnmálum
til frambúðar! Öfl sem ollu hruninu og viðhalda eymdinni eftir
það!  
 
mbl.is Vill Besta á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Ástandið innan VG sem þingkonan Guðfríður Lilja Grétarsdóttir óski eftir liðsinni Besta Flokksins sem beinlínis bauð sig fram undir merkjum kosningasvika og spillingar.
Kosningin sem flokkurinn fékk var tákn um örvinglan bæjarbúa en þó hafa nú flestir kjósendur þeirra séð villu síns vegar.
það er lítill munur á Besta Flokknum og Vinstri Grænum. VG svíkja öll sín kosningaloforð en Besti Flokkurinn er með kosningasvikin á stefnuskrá sinni það er kannske það sem þingmaðurinn vill setja á í stefnuskrá VG.

Rauða Ljónið, 19.6.2011 kl. 13:59

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú er með góða sjón Guðmundur miðað við þá sem sjá ekki fram fyrir nefið á sér. Besti flokkur Samfo er rétt orðið. VG var það síðast.

Júlíus Björnsson, 19.6.2011 kl. 15:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir innlit ykkar hér að ofan.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband