Öfgaskrif ritstjóra DV um Evrópumál.


   Til marks um þá skelfilegu örvæntingu  sem nú er gripin
um sig í herbúðum ESB-sinna, eru  ritstjórnarskrif ritstjóra
DV í dag  um  Evrópumál. Undir yfirskriftinni   ,,Yfirgangur
öfgamanna".  Þar reynir hinn  ágæti ritstjóri að heimfæra
öfgar upp á andstæðinga ESB-aðildar, sem eru hin verstu 
öfugmæli. - Þvert á móti eru  það öfgamenn eins og hann
sjálfur og hans ESB-trúboð sem ætla að ÞRÖNGVA þjóðina
inn í hið deyjandi og gjörspillta ESB, og það að þjóðinni al-
gjörlega forspurðri. Kúga þjóðina til AÐLÖGUNAR að ESB
með góðu eða illu. Þvert á þjóðarvilja!

   Hvað gengur ritstjóranum til? Hann veit það best sjálfur
hvað er í pakkanum! Evrópusambandið sjálft! Án neinna
undanþága sem málið skiptir. Vitandi það sem  fyrrverandi
sjómaður að  Íslendingar  munu  ALDREI  gangast undir
sameiginlega  sjávarútvegsstefnu  ESB.  Að kvóti Íslands-
miða  fari  á  uppboðstorg  innan  ESB  með  frjálsum  og
óheftum fjárfestingum erlends togaraauðvalds í íslenzkum 
útgerðum  veit ritstjóri DV að þjóðin mun ALDREI samþykkja. 
En það er einmitt m.a það sem er 100% í pakkanum. Hvers
konar öfgabull  er því þetta í ritstjóra DV gegn betri vitund? 
Öfgabulli í því að vilja kúga þjóðina í tilgangslaust froðusnakk
við hið deyjandi og gjörspillta ESB um aðild að því gegn ein-
dregnum þjóðarvilja?

   Áróðursmaskína ESB fer  senn á fullt skrið með tilheyrandi
fjáraustri  í sína nytsömu! Því verður alls ekki trúað að hinn
ágæti vestfirski ritstjóri DV verði í þeim hópi. Bara ALLS EKKI!
Því koma öfgaskrif hans í DV í dag  um Evrópumál á óvart!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver á mest allan eða allan úthafsveiðiflota Þjóðverja?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 16:35

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvað áttu við Stefán?  Hvað ætli úthafsfloti Þjóðverja og fiskveiðar  séu mikill hluti af þeirra þjóðarframleiðslu og útflutningi?  Nákvæmlega EKKERT
miðar við hjá okkur Íslendingum?  Auk þess hafa Þjóðverjar EKKERT yfir
sínum litla sjávarútvegi að segja. Hann er ALLUR undir stjórn ESB. Eitthvað
sem þú greinilega villt?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.7.2011 kl. 19:59

3 identicon

Nei, nei.  Ekki vil ég að erlendir aðilar eignist allt á Íslandi.

En Íslendingar eiga mest alltan úthafskvóta í Þýskalandi.

Hvernig var það með Íslendinga í Eistlandi sem voru að veiða rækjukvótan á flæmingjagrunn?

Ef við eigum að banna erlendun aðilum að fjárfesta á Íslandi, þá verðum við fyrst að banna innlendum aðilum að fjárfesta erlendis.

Það er ekki alltaf hægt að byrja á "hinum"!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:10

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. Alveg dæmigerð ESB-öfgahyggja. Hvaða þjóð í VERÖLDINNI yrði tilbúin að láta sína langstærstu og veigamestu auðlind undir alþjóðlegt vald
og gefið erlendum aðilum frítt spil að kaupa hana upp? Sjávarútvegur er algjör aukabúgrein innan ESB.  Þess vegna skiptir hún engu máli þar.
Sjávarútvegur okkar er í sérflokki. Jafnvel ÖSSUR viðurkennir mikilvægi þess
að fjárfestingarbann útlendinga í íslenzkum útgerðum verði einn að erfiðustu samingarmálunum. Það er GRUNDVALLARATRIÐI að veigamesta auðlind Íslendinga sé ALFARIÐ undir þeirra stjórn og þeirra eigu! Getur
ALLS EKKI borið okkur saman við Þjóðverja í þessum efnum. Gjörsamlega
út í hött! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.7.2011 kl. 20:40

5 identicon

Gilda þá aðrar reglur yfir Íslendinga?

Megum við meira vegna þess að önnur lönd eru svo stór?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 03:29

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. Nei. En þetta er eins og svo um margt í lifinu hvað varðar menn og þjóðir. Sérhver velur sér stað og stund skv. hagsmunamati. Og okkar hagsmunarmat er í þessu tilfelli alveg ljóst. Við göngum ekki í ESB m.a vegna SAMEIGINLEGRAR sjávarútvegsstefnu þess. ENGIN ÞJÓÐ LÆTUR SÍNA HELSTU AUÐLIND AF HENDI TIL YFIRÞJÓÐLEGS VALDS OG Í ERLENDA
EIGU. Er þetta svo torskilið hjá þér? Eða er þín sósíaldemókratiska öfga-alþjóðhyggja orðin svo blind að þér er fjandans sama um þjóð þína og
hennar grundvallarhagsmuni?  Sbr. Icesave-þjóðarsvikin!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2011 kl. 09:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eiga þjóðverjar einhversstaðar land að sjó! ég hef ekki pælt í því.  Það er ekki sambærilegt að tala um fiskikvóta í Þýskalandi og Íslandi.  Það er að bera saman epli og appelsínur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 11:44

8 identicon

Ásthildur, af hverju er það ekki sambærilegt?

Eru færri fjölskyldur í Þýskalandi sem hafa tekjur af sjávarútvegi?

Það var allt saman keypt af þeim af Íslendingum, en þér er alveg sama.

Epli og appelsínur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 12:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu það Stefán að já ég er alveg handviss um að það eru fleiri íslendingar sem lifa af sjávarútvegi en þjóðverjar.  Ég þekki ágætlega til nokkurra þjóðverja og þeir eru alveg á sama máli og ég að við eigum alls ekki að fara inn í ESB og að við eigum að breyta þessu kerfi okkar. 

Og þó aðrar þjóðir selji auðlindir sínar er ekki þar með sagt að okkur beri einhver skylda til að gera slíkt hið sama. Hverslags málflutningur er þetta eiginlega?

Enda held ég að þjóðverjar hafi meira svigrúm með allan sinn iðnað og framleiðslu, mig grunar að það séu sárafáir í þýskalandi miðað við fólksfjölda sem hafa einhvern hag af sjávarútvegi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 12:39

10 identicon

Ásthildur:  Ég er að tala um það að Íslendingar eru að kaupa fyrirtæki erlendis.

Á ekki að berjast gegn því?

Að aðrar þjóðir geti bara gert eitthvað annað.  Hvernig er umræðan um hvalveiðar?  Eiga hvalveiðimenn bara ekki að gera eitthvað annað?

Það verður að horfa á þetta frá víðu sjónarhorni.

Ég þekki ansi marga Þjóðverja og þeir vilja allir fá Ísland inn í ESB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 12:44

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur:  Ég er að tala um það að Íslendingar eru að kaupa fyrirtæki erlendis.

OG??? Ég sé ekki samhengið hjá þér. Þeir þjóðverjar, austurríkismenn, danir og bretar sem ég þekki, segja við mig, ekki fara inn í þetta batterí, það bara hækkar skattana og yfirtekur auðlindirnar og svo megið þið éta það sem úti frýs. Og veistu að ég trúi því fólki frekar en þínum vinum, sem sjá sér færi á að komast inn í þau auðævi sem við eigum hér, sem eru að þrjóta annarsstaðar, eins og hreint vatn, ómenguð víðerni, heitt vatn, fengsæl fiskimið og svo framvegis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 20:27

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. 40% útflutnings Íslendinga eru sjávarafurðir. Veit ekki til að Þjóðverjar flytji út einn einasta ugga!  Hvaða þjóð í öllu þessu deyjandi ESB-ríki myndi VOGA SÉR að láta 40% útflutningstekna sinna af sinni HELSTU auðlind til TFIRÞJÓÐLEGS VALDS og leyft erlendum kapitalistum að ráðkast með hana? Ert ekki með íslenzkan ríkisborgararétt Stefán? Vinnur
kannski á vegum alþjóðasamtaka sósíaldemókrata, sem þekkja engin landamæri og vísa á bug öllum þjóðlegum viðhorfum og gildum. Eins og
tiðkasðist í Sovétinu forðum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2011 kl. 21:12

13 identicon

Ásthildur:  Já, maður á alltaf að trúa vinum sínum.  Það geri ég líka.

Guðmundur:  Íslenskir kapítalistar eru að ráðskast með þýskan kvóta!!  Berjast gegn því strax!!

Ég starfa ekki fyrir neinn.  Ég er bara að læra í dag. Ætla ekki að fara að vinna fyrir stofnanir í framtíðinni.  Ég held bara að ég kunni það ekki.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:09

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. Íslenzkir kapitalistar sem ég er síður en svo á móti bregðast við ákalli  HRÓPI Þjóðverja að koma með sína kunáttu og fjárfesta í hinum örsmá þýzka sjárvarútvegi. Bara gott mál að hjálpa þeim í þessari AUKABÚGREIN. En að setja jafnaðarmerki milli þess og láta ERLENDA AÐILA
GLEYPA OKKAR HELSTU ÚTFLUTNINGSGREIN ER GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT
ÞÚ ÞARNA STEFÁN! ERTU EKKI Í LÆGI? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.7.2011 kl. 00:31

15 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas - og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur Jónas !

Íslenzkir KAPÍTALISTAR; eru nákvæmlega sama glæpahyskið, og íslenzku KOMMÚNISTARNIR, hafir þú ekki, eftir tekið, fornvinur góður.

Stefán !

Samherja frændur; eru öngvir KAPÍTALISTAR - heldur, og miklu fremur, Eyfirzkir hugsjóna- og atorkumenn, hafi sneið þín, átt að beinast að þeim, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 01:36

16 Smámynd: Elle_

Ekki um NEITT að semja við þetta yfirstjórnarsamband.  Og ég er ekki hissa á ritstjóra DV, miðill sem hefur ekki haft neinar nákvæmar fréttir fram að færa og oft ótrúlega vitleysu, Guðmundur.  Stefán, blessaður viltu ekki halda þig burt frá okkar fullveldismálum?  Þið eruð í MINNIHLUTA og dragið okkur ekkert nauðug inn í þetta fráleita samband ykkar. 

Elle_, 10.7.2011 kl. 00:36

17 Smámynd: Elle_

DV ritsjórinn var að skrifa um öfgar.  Hann skrifar um lýðræði, hann segir: ´Vilji meirihlutans er heilagur´ eins og það sé eðlilegt að einfaldur meirihluti geti afsalað okkur fullveldinu.  Hann talar um kúgun öfgaliðsins og ætti þá að vera að skrifa um þá sem ætla að pína okkur nauðug viljug undir erlend yfirráð.  Hann talar um afglapa, en hvílíkur afglapi sem skrifar eins og hann.  Það er ekki heil brú í málflutningi þessa öfgamanns.

Elle_, 10.7.2011 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband