Stjórnarskrá gerræðisríkis


   Sjaldan sammála nafna mínum Jónasi Kristjánssyni fyrrv.
ritstjóra,  en það gerist núna þegar hann líkir tillögu stjórn-
lagaráðs sem ,,stjórnarskrá gerræðisríkis". Hann ætlar  að
greiða atkvæði gegn þessu geðræði fái hann tækifæri til.
 
  Nákvæmlega eins og hér hefur verið sagt. Tillaga  þessa
umboðslausa stjórnlagaráðs er hvorki fugl né fiskur, enda
nánast í skötulíki. Flest rekst á annað horn. Nema hvað
eitt er ALVEG SKÝRT!  Leyfilegt verður að framselja fullveldi
Íslands ótakmarkað til Brussel gangi Ísland í ESB.  ÞVERT
á ályktun þjóðfundar. Enda EINN MEGINTILGANGURINN
með stjórnlagaráði. Að þóknast ESB-trúboðinu í einu og
öllu að þessu leyti.

  Ánægjulegt  hversu  hratt  andstaðan  vex  gegn þessari
ESB-sinnaðri  og  gerræðislegri  tillögu  að  stjórnarskrá.
Enda meiriháttar svik höf  í tafli  frá upphafi. Sem enduðu
með algjörum  svikum þeirra stjórnlagaráðsmanna, er lof-
uðu  að standa vörð um fullveldið, en sviku það með und-
irskrift sinni á nær ótakmarkað fullveldisframsal. Óheilindin
algjör og niðurstaðan samkvæmt því!

 ÁFRAM FULLVALDA ÍSLAND MEÐ NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ!
    
mbl.is „Stjórnarskrá gerræðisríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá, heldur að þeirri gömlu verði framfylgt.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega nafni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.7.2011 kl. 22:49

3 identicon

Til hamingju! Nú höfum við við ekki bara einn snúrruvitlausan Jónas. Nú höfum við tvo! Og báðir skíthræddir við dóm þjóðarinnar sem þeir hafa enga trú á.

En þjóðin kann að hafa aðra skoðun...

Badu (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:21

4 Smámynd: Elle_

Hver er þessi snælduvitlausi?  Skilur hann ekki muninn á lýðræði og svikum?

Elle_, 1.8.2011 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband