Málstaður ESB-sinna á barmi hengiflugs !
19.8.2011 | 00:34
Málstaður ESB-sinna er nú á barmi hengiflugs. Því algjört
samband hlýtur að vera á milli glataðs málstaðar þeirra og
yfirlýsingar Delors fyrrum forseta framkvæmdastjórnar ESB,
um að ESB standi nú á barmi hengiflugs. - ESB er í algjörri
upplausn, og myntbandalag þess í skötulíki. ESB-Sovétið
er komið að fótum fram. Með nær sömu banameinssjúkdóms-
einkennin og gamla Sovétið. Ofurtrúin á hið yfirþjóðlega vald
ásamt yfirgengilegri miðstýringaráráttu gengur alls ekki upp!
Stórsókn ESB-andstæðinga á Íslandi er því gleðiefni. Hin
ESB-sinnaða vinstristjórn sósíaldemókrata og kommúnista
syngur senn sitt síðasta. Hinn þjóðfjandsami sósíaldemó-
krataismi, er skóp hið efnahagslega hrun með EES, og var
næstum búin að gera íslenzka þjóð endanlega gjaldþrota
með Icesave-svikunum, með dyggum stuðningi Svavars-
kommúnista, horfir nú móti pólitískri eyðimerkurgöngu svo
langt sem séð verður.
Hin skefjalausa alþjóðavæðing græðginnar og hin sósíal-
demókrataíska öfga-alþjóðahyggja hefur beðið endanlegt
skipbrot. Dagar ÞJÓÐHYGGJUNNAR eru nú í hraðri uppsiglingu.
Ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim, eins og fjölmörg
ánægjuleg teikn bera nú á lofti.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB-AÐILD! EKKERT EES né SCHENGEN RUGL!
ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!
Delors: ESB á barmi hengiflugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaðan ætli ofurtrúin á hið yfirþjóðlega vald komi, Guðmundur? Erlend miðstýring getur aldrei verið eðlileg fyrir nein ríki og mun aldrei ganga eins og þú segir. Og viti bornir menn hljóta að skilja það.
Elle_, 20.8.2011 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.