Umboðslaus ráðherra fundar um Icesave. Galið!


  Árni Páll efnahags-og viðskiptaráðherra hyggst funda með
ESA um frestun dómsmáls. GALIÐ! Því í hvaða umboði gerir
ráðherra það? ALLS Ekki í nafni þjóðarinnar, því hún hefur
tvívegis ALFARIÐ hafnað Icesave-þjóðsvikunum!. Og í hvaða
dómsmáli? Ekkert liggur fyrir um neitt dómsmál. Og hvaða
lögsögu eða umboð hefur ráðherra til að ráðskast með þetta
þrotabú landsbankans? -   Mál hans er fyrir íslenzkum dóms-
stólum. Er ráðherra ókunnugt um það?

   Ráherra sem umboðslaus FER ÞVERT GEGN STERKUM OG
AFGERANDI ÞJÓÐARVILJA í tveim þjóðaratkvæðagreiðslum á
að segja af sér TAFARLAUST!  Raunar ríkisstjórnin ÖLL!  Þá
átti stjórnarandstaðan strax að neita þingsetu þegar þjóðin
hafði tvívegis hafnað Icesave-þjóðsvikunum í tveim þjóðar-
atkvæðagreiðslum  og  ríkisstjórnin  neitaði  afsögn.  Þannig
hefði þing orðið óstarfhæft og ríkisstjórnin neydd til afsagnar.

   Vonandi verða  mótmælin við þingsetningu í byrjun október
það sterk og kröftug að hin þjóðfjandsama Icesavestjórn
fari frá völdum. Enda bæði hún og Alþingi rúin öllu trausti.
Í framhaldi verði svo helstu Icesave-þjóðsvikararnir ákærðir
og leiddir fyrir dóm!  Svavars-Icesaves-þjóðsvikasamningur-
inn mun aldrei gleymast!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Guðmundur Jónas!

Taktu líka eftir því, að nú stendur yfir skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu, þar sem greinilega kemur fram mikil andstaða fólks við hringl og afskipti Árna Páls af þessum málum. Þar er spurt: "Hefur Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra umboð íslensku þjóðarinnar til þess að semja um Icesave?"

Þegar komin eru 325 atkvæði, er staðan þannig: NEI: 91,36%. JÁ: 8.64%.

Jón Valur Jensson, 1.9.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband