Jóhanna vegur mjög ómaklega að forsetanum !


   Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vegur mjög ómaklega
að forseta Íslands. Og það svo að hún á að skunda á Bessastaði
og biðja forsetann afsökunar, um leið og hún segir af sér ásamt
ríkisstjórninni.

   Að voga sér að ráðast svona á forsetann fyrir það eitt að halda
uppi lágmarksvörn í Icesave, meðan Jóhanna og hennar andþjóð-
lega ríkisstjórn lá hundflöt fyrir kúgun og ofbeldi helstu nýlendu-
veldanna í Evrópusambandinu, er með hreinum ólíkindum. En ein-
mitt fyrir inngrip forseta með stuðningi þjóðarinnar tókst að af-
stýra meiriháttar þjóðargjaldþroti hefði Svavars-þjóðsvikin  í Ice-
save og Ivesave 2 náð fram að ganga.

   Bersýnilegt er að Jóhanna kann  enn ekki að skammast  sín
vegna Icesave. Hrokinn er algjör!  Enda verður hún og hennar
Icesave-lið sótt til saka að kosningum loknum fyrir meiriháttar
svik gagnvart þjóðinni.  - Auk þess að vega ómaklega að forseta
Íslands.  Vanvirðing hennar gagnvart íslenzkum hagsmunum,
fullveldi og forseta virðist engin takmörk sett!
mbl.is Gagnrýnir forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Níðingsskapur og vanvirðing Jóhönnu gegn þjóðinni og vanvirðing gegn forsetanum er með þvílíkum ólíkindum að væri stórundarlegt ef þessi kona slyppi við sakadóm.

Elle_, 10.9.2011 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband