Fyrirspurn í skugga sovéskrar íhlutunar ESB á Íslandi


   Vigdís Hauksdóttir þingmaður á heiður skilið fyrir að berjast
af hörku gegn aðild Íslands að ESB. Því var fyrirspurn hennar
vel tímasett  um  mútugreiðslur  ESB á Íslandi  sama dag  og
stækkunarstjóri ESB  var  hér  í heimsókn. En  heimsókn  hans
má líkja  við  að Aðalritari Sovéska  kommúnistaflokksins hefði
komið í heimsókn hér í denn til að fylgja eftir innlimun Íslands
í Sovétríkin. 

   Athygli vekur hversu þeir stjórnarandstæðingar á þingi  sem
segjast  mótfallnir aðild Íslands að ESB,  skulu lítt hafa haft sig
í frammi, eins og nú þegar stækkunarstjóri ESB leikur hér lausum
hala, og boðar grófa íhlutun í íslenzk innanríkismál í þágu aðildar
Íslands að ESB. -  Gegnum  sendiráð ESB á íslandi, með allskyns
mútugreiðslum  og áróðri. Þvert á  allar alþjóðlegar samþykktir og  
reglur og  lög  varðandi  erlend sendiráð.  Nokkuð sem Aðalritari
Sovéska kommúnistaflokksins hefði aldrei dottið í  hug að gera eða
komist upp  með. Og er þá mikið sagt. 

  Núverandi stjórnarandstaða virðist steindauð utan örfárra undan-
tekninga eins og varðandi Vigdísi Hauksdóttir. Nánast liggur hund-
flöt eins og hið þjóðfjandsama sósíaldemókrataíska og kommún-
iska stjórnarlið, gagnvart grófustu íhlutun erlendra afla í íslenzk
innanríkismál frá stofnun lýðveldis. -  Því þarf að rjúfa þing þegar í
stað og efna til kosninga strax!  Hreinsa ærlega til og koma öllu
hrunliðinu, Icesave- og ESB-þjóðsvikaliðinu frá völdum.  Fyrr mun
Ísland ekki rísa á ný!  

   ÁFRAM ÞJÓÐHYGGJUÖFL!  ÁFRAM ÍSLAND!


  
mbl.is Vill upplýsingar um ESB-fjárframlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein, Guðmundur.

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 21.10.2011 kl. 21:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Vigdís er valkyrja,þau munu aldrei stöðva hana,þótt reyni með öllum fáránlegum ráðum.

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2011 kl. 23:18

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kæri Jón og Helga!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.10.2011 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband