Sannir ESB-andstæðingar treysta ekki fjórflokknum


   Það er mikill misskilningur hjá Ragnari Arnalds fyrrv.formanni
Alþýðubandalagsins, að Framsókn muni höggva drjúgt inn í raðir
Vinstri grænna vegna ESB-mála.  Fyrir það fyrsta samrýmist ESB-
daður VG mjög vel þeirra sósíalísku öfga-alþjóðahyggju. Svokölluð
andstaða VG við ESB aðild var því aldrei marktæk, enda kom það á
daginn að það þurfti einmitt sósíalistanna og kommúnistanna  í
Vinstri grænum til að samþykkja  hraðlestina  til  Brussel.  Þá  er 
Framsókn engan veginn treystandi í Evrópumálum, ekki frekar
nú en fyrrum. Sem hafnaði á sínu síðasta  flokksþingi að umsókn
að  ESB yrði dregin´til baka. Innan Framsóknar eru grasserandi
sósíaldemókrataísk öfl sem vilja óð inn í ESB. Sannir ESB-andstæð-
ingar fara því ekki þangað.

  Það sem Ragnar Arnalds  misreiknar er að við næstu þingkosningar
munu koma fram  sterk  öfl  gegn  fjórflokknum gjörspillta. Þar  á
meðal  framfarasinnuð þjóðhyggjuöfl sem sannir ESB-andstæðingar
geta 100% treyst.  Eitt slíkt er þegar komið fram og hyggst bjóða
fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum, sbr. HÆGRI GRÆNIR!
Því allsherjar uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum er óumflýjanleg,
ef Ísland á að rísa í ný!

   www.afram-island.is

 

 


mbl.is Höggva í raðir stuðningsmanna VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband