Óvopnað varðskip. Fyndið en skandall!
29.10.2011 | 00:20
Vert er að óska okkur Íslendingum til hamingju með hið
stóra og öfluga varðskip Þór. En eitt vekur furðu. Engin
fallbyssa um borð. Óvopnað varðskip. Getur varðskip án
t.d fallbyssu talist alvöru varðskip?
Hvers vegna er ekki stór og öflug fallbyssa um borð í Þór?
Hvers vegna var hún ekki sett upp samtímis öðrum búnaði
skipsins? Því fallbyssa hlýtur að verða sett upp, eitt af aðal
tækjum varðskipa! Og ekki bara ein. Heldur 2- 3 öflugar fall-
byssur að lágmarki í ljósi þess að við Íslendingar ætlum
okkur að stórauka þátttöku okkar í vörnum landsins. Og
hvers vegna voru ekki sett kafbátaleitartæki og flugskeyti
um borð? Með styrk og aðstoð frá NATO!
Getur verið að þarna séu á ferð fingraför hinna óþjóð-
hollu vinstriafla sem nú stjórna Íslandi, og sem vinna dag
og nótt að gera Ísland berskjaldað og varnarlaust til sjóðs
og lands? Undir stjórn hins kommúníska innanríkisráðherra.
Sem hefur vogað sér að leiga út íslenzku varðskipin erlendis
og það undir ríkjafána ESB. Gert íslenzku fiskveiðilögsöguna
varnarlausa lungann úr árinu! SKANDALL
Varðskipið Þór býður upp á marga möguleika. Sem betur
fer var hinn óvopnaði Þór ekki rædur undan ströndum suður
Ameríku. Eitt af fyrstu verkum þjóðhyggjuaflanna eftir
kosningar verður að stórefla íslenzku Landhelgisgæsluna.
M.a með því að tækjavæða Þór eins og ALVÖRU VARÐSKIPI
ALVÖRU ÞJÓÐAR sæmir!
Áfram Ísland! WWW.AFRAM-ISLAND.IS
Um borð í Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Athugasemdir
Já, örugglega eru þarna "fingraför hinna óþjóðhollu vinstriafla sem nú stjórna Íslandi," Guðmundur Jónas, þeirra sem sífellt vinna að því "að gera Ísland berskjaldað og varnarlaust til sjós og lands," eins og þú segir. Af þessu getur þjóðin ekki verið hreykin, ekki frekar en af öðrum verkum þessara vanhæfu stjórnvalda. Það ætti að blasa við öllum sem augljóst, að varðskip þarf að vera fallbyssum búið eða öðrum vopnum.
En dogmatísk, sjálfsupphafin "friðarhyggja" fordómafullra einfeldninga, sem eru jafnvel að hugsa um að láta land sitt ganga úr NATO, um leið og þeir vita ekkert gáfulegra fyrir land og þjóð en að láta innlima það í stórveldi, sem verður að sjálfsögðu öflugum, samstilltum herafla búið, er tímar líða fram, – slík misskilin "friðarhyggja" býr hér að baki og kannski nízka að búa varðskipið réttum búnaði, rétt eins og sama hneykslunargengið hefur sent varðskip okkar suður í Miðjarðarhaf til að þjóna Evrópusambandinu!!!
Jón Valur Jensson, 29.10.2011 kl. 02:48
Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !
Bið þig þess; lengstra orða, að taka ekki mark á rennandi þvaðrinu í Jóni Val.
Hann ætti kannski; að upplýsa okkur, um órjúfanleg tengsl NATÓ og ESB, þó hann þykist, í orði kveðnu andvígur innlimun Íslands, í Evrópska rummunga veldið.
En; svo hliðhollur er Jón Valur - þeim Obama og Fokk Rasmussen NATÓ stjóra, að hann má ekki til þess hugsa, að Íslendingar slitu strenginn, við Kalda stríðs- og hryðjverka maskínuna NATÓ, Guðmundur Jónas.
Slík; er 2 feldni Jóns Vals - þegar á Hólminn er komið.
Með beztu kveðjum / fremur stuttaralegum, til Jóns Vals, og annarra, honum áþekkum /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 03:01
Þvaðrið í þér, Óskar Helgi Helgason, endalaust.
Jón Valur Jensson, 29.10.2011 kl. 03:57
Óskar minn. Hér erum við einfaldlega bara óssammála. Burtséð veru okkar
í NATO eða ekki eigum við að hafa metnað sem sjálfstæð þjóð að taka
fullan þátt í vörnum okkar. Til sjóðs og lands. Með tilkomu Þórs var tilkomið
tækifæri að sýna það Í VERKI, sem vinstrisinnaðir róttæklingar og og önnur andþjóðleg öfl hafa augljóslega tekist að koma í veg fyrir.
Þakka þér Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2011 kl. 10:47
Og tek fram að Jón Valur er einn af okkar staðföstu þjóðfrelsissinnum í dag, sbr. Evrópumálum og ekki síst varðandi Icesave.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2011 kl. 13:19
Sælir; að nýju !
Guðmundur Jónas !
Vitaskuld; eiga Íslendingar að byggja upp landvarnir, á eigin forsendum. En; ekki væri þá úr vegi, að leita liðsinnis vinveittra, óháðra NATÓ hryðjuverkabandalginu, að sjálfsögðu, í þeim efnum.
En; vara vil ég þig, Guðmundur minn - við mönnum eins og Jóni Val Jens syni, sem keyra sig áfram, á trúarlegum ofstopa og ofstæki, og eru því á mörkum þess, að teljast marktækir, til umræðu á veraldlegum efnum, fornvinur góður.
Við þurfum nú ekki annað; en að sjá þær síður, sem hann heldur úti, til þess að sannfærast um það, Guðmundur Jónas.
Verst; hvað langan tíma það tók mig, að komast að raun um það, en betra þó seint, en ei.
Slíkir; hafa löngum verið háskagripir - eins og sagan vottfestir, bezt.
Með þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 13:54
Þú ert tapsár maður, Óskar Helgi, eftir að hafa beðið lægri hlut í rökræum við mig, og sjálfsvirðing þín ekki meiri en svo, að þú eyst yfir mig níði öfgafullra vinstri manna og trúleysingja sem þeir endurtaka rakalaust í sífellu. Ef eitthvað er á þeim síðum, sem hann held úti, sem einkennist af "trúarlegum ofstopa og ofstæki," þá ættirðu nú að setjast niður og rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að sanna það hér með beinum tilvitnunum. Kann þá brátt að koma í ljós, að grunnur staðhæfinga þinna er annars vegar þín eigin fordómafulla og stæka andstaða við trú forfeðra þinna og formæðra og hins vegar það nýtilkomna hatur, sem þú hefur lagt á persónu mína, sem þó reyndist þér, viðkvæmum unglingi, miklu betur en aðrir sem við unnum með suður í Garði í eina tíð.
Jón Valur Jensson, 29.10.2011 kl. 14:41
Sælir; á ný !
Í öngvu; hefi ég viðurkennt ósigur minn, í viðureigninni við þig, Jón Valur.
Og; boðinn er ég og búinn, til þess að taka upp okkar fyrri samskipti, látir þú af þessu óhugnanlega ofstæki, í trúarlegum efnum - sem og viðhorfum til þess fólks, sem bindur ekki bagga sína sömu böndum, sem við, (samkynhneigðir, kallaðir), til dæmis.
Aldrei að vita; nema við yrðum dús - en þá er það meginatriðið, að þú náir að klifra upp úr óra brunnum Fornaldar- og Miðalda, og náir að aðlagast stafrænni (digital) veröld, okkar 21. aldar fólks, að nokkru.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 14:50
Enn er mál þitt rakalaust, Óskar Helgi Helgason.
Ég hef slitið við þig allri vináttu vegna rógsiðju þinnar að undanförnu.
Jón Valur Jensson, 29.10.2011 kl. 15:43
Sælir; enn !
Jón Valur !
Núhh; er það virkilega ?
Þá; skal svo vera, mér að meinalausu - úr því þú kýst svo. Haltu þig þá bara; við áframhaldandi dynti og taut, á þínum forsendum - sem þú hefir nennu til.
Sama er mér; ágæti drengur.
Sömu kveðjur - sem seinustu; samt /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 16:10
Ég spurði nú reyndar skipherran þegar ég skoðaði skipið í gær hvort það ætti ekki að vopna skipið og hann svarði því játandi og það yrði gert á næstunni að setja byssu á skipið sem gæslan á nú þegar
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 18:02
Þá er átt við eitthvað eldgamalt málamyndadrasl í líkingu við teyjubyssu
eða eitthvað álíka. Eða eitthvað annað verra sem danski sjóherinn er löngu
hættur að nota. Nafni. ÞETTA ER ALGJÖR SKANDALL og maður jarðar við að
skammast sín fyrir ríkisfang sitt þegar kemur að hinum YFIRGENGILEGAA
AULAHÆTTI og ÓÞJÓÐHOLLUSTU hérlendra stjórnvalda varðandi varnar- og
öryggismál þjóðarinnar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2011 kl. 19:59
Djöfulsins bull í þér, það verður sett Bofors 40mm L/70 fallbyssa sem er allveg nóg á þetta skip enda er þetta skip aldrei smiðað sem herskip !
Teikningin sem þetta skip er byggt á er af Harstad skipum norsku strandgæslunar og þar á bæ láta menn duga eina 40 mm Bofors fallbyssu
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 20:41
Þetta er ekkert djöfulsins bull nafni. Enda veist þú ekkert um málið. Eða
hvers vegna var þá ekki þessi byssa sett í skipið við smíði þess? Auðvitað átti að setja ekki bara eina alvöru fallbyssu á þeitta eina alvöru varðskip okkar, heldur helst 2 að framan og eina að aftan. Þó ekki væri nema til að
undirstika vilja okkar til að koma nú að alvöru að okkar varnarmálum.
Áttum að leita til NATO við að tæknivæða þetta skip einnig hernaðarlega,
sbr. t.d með kafbátaeftirliti umhverfis landið. AULAHÁTTURINN ALGJÖR!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2011 kl. 20:59
Guðmundur Jónas. Veist þú hvað 40mm fallbyssa er stór og hvað svoleiðis kostar ?
Mundir þú semsagt vilja að ríkið mundi eyða pening í mun stærri byssur og MUN dýrari bara til þess að sýnast vera eitthvað valda mikil ? Þú ætlar semsagt að hunsa þá lexíu sem að 2007 kendi okkur ? Að fylla skipið af byssum væri einfaldlega konunglegt PENINGASPREÐ. Vinir þínir í NATÓ væri klárlega fullkomnlega sammála mér í því að ein 40mm fallbyssa er alveg nóg
Andrés Helgi (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 21:59
Þú Andrés dæmigerður vinstrisinnaður andþjóðlegur róttæklingur. Þyrfti ekki að kosta okkur neitt gegnum mannvirkja-tækni- sjóðs NATO!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.10.2011 kl. 00:17
Kíkti á bátinn í gær ,og fékk þær upplýsingar að fallbyssa yrði sett á bátinn.
Tók myndband af bátinum,og einnig nokkrar myndir .
http://skodun.blog.is/blog/skodun/entry/1201404/
Halldór Sigurðsson, 30.10.2011 kl. 12:13
Hef blessunarlega lítið vit á byssum.
Þykist samt muna að svona var það líka þegar
við fengum eldri varðskipin.
Settar á þau byssur hér heima, og þá af eldri varðskipum.
Þessi Bofors 40mm L/70 hlýtur þá að vera eitthvað nýrra???
Viggó Jörgensson, 30.10.2011 kl. 22:09
Var of forvitinn og kíkti á wiki og sá þetta:
"...The Canadian Forces also used Bofors on their surface fleet, but removed the guns in the late 1980s when they were considered to be outdated. In a somewhat embarrassing episode, the navy was forced to scour various military museums across Canada to re-equip their fleet during the Gulf War, as replacements had never been purchased. The L/60 Bofors continue to be the main armament of the Kingston-classcoastal defence vessel, although the navy is in the midst of a search for a suitable replacement..."
"...Twin L/60 dismounted from anArgentinian corvette which saw service during the Falklands war
As of August 2006, the French navy uses L/60s on more than twenty ships (patrols and auxiliaries).
Ships of the Norwegian and Icelandic Coast Guards continue to use the 40mm Bofors gun. The L/60 continued in use in the Irish Army until recent years, when it was retired in favour of the radar controlled L/70.
Viggó Jörgensson, 30.10.2011 kl. 22:27
Ég veit nú ekki hvaða fallbyssa verður sett á blessað varðskipið, en það eru nú til býsna öflugar útgáfur af þessari 40 mm Bofors byssu, sem Bandaríkjamenn nota jafnvel á allra nýjustu herskip flotans og strandgæslunnar.
http://www.baesystems.com/ProductsServices/l_and_a_bof_40mk3.html
http://www.baesystems.com/ProductsServices/40mm_mk3_naval_gun.html
Þessar sem eru á þeim gömlu eru hinsvegar afar svipaðar þeim sem notaðar voru í síðustu heimsstyrjöld.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 08:01
Vonandi fær Þór sínar nauðsynlegu fallbyssur. Það er ekki hægt að láta óvirða vald okkar í trausti þess, að skipið hafi engin langdræg og afgerandi skotvopn.
Jón Valur Jensson, 31.10.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.