V.s Þór kominn með baunabyssu. Brandari en SKANDALL!


   Athygli vakti er V.s Þór kom til landsins var hann óvopnaður.
Óvopnað varðskip. Hefði þess vegna getað verið rændur  með
manni og mús undan  ströndum  S-Ameríku á leiðinni til land-
sins.  En í gær upplýsir DV að komin sé byssa á varðskpið. Með
fyrirsögninni ,,Gamalt dót úr seinni heimsstyrjöldinni" Þar er
upplýst að loks sé kominn byssa á dalinn. Einskonar bauna-
byssa úr seinni heimstyrjöldinni sem danski herinn hefði gefið
Landhelgisgæslunni á síðustu öld. 40mm  baunabyssa.

   Þetta er nú ekki bara brandari heldur ALGJÖR SKANDALL!
Hver tók þessa endemis ákvörðun? Kommúnistinn Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra sem sér eldrautt þegar minnst er
á öryggis- og varnarmál Íslendinga?

   Já hvers vegna var ekki  sétt  alvöru  nútímaleg  fallbyssa um
borð í þetta glæsilega Varðskip okkar Íslendinga? Og ekki bara
ein! Heldur tvær til  þrjár ALVÖRU fallbyssur, auk annars varnar-
búnaðar, þ.á.m kafbátaleitartæki.  Sem mannvirkjasjóður NATO
hefði auðveldlega styrkt!  Sem hefði verið táknræn skilaboð til
umheimsins  að Íslendingar ætli að koma af fullum þunga inn í sín
öryggis-  og varnarmál í náinni framtíð. Eins og sjálfstæð fullvalda
þjóð sæmir!

   Öll spjót beinast hér að kommúnistanum Ögmundi Jónassyni
yfirráðherra Landhelgisgæslu Íslands. Sem nótt og dag vinnur
gegn íslenzkum öryggishagsmunum. Bæði hvað varðar löggæslu,
en ekki síst Landhelgisgæslu, leigjandi allan varðskipaflotann  í
sumar máluð ESB-fánanum til landamæragæslu ESB við Miðjarðar-
haf.   200 sjómíla fiskiveiðilögsaga Íslands óvarin í allt sumar
fram á haust.  Sem er algjör SKANDALL, og auk þess öflugustu
flugvél gæslunnar. En nægir peningar eru til að reka hér ÖFLUGA
landhelgisgæslu og löggæslu með VILJA og réttri forgangsröðun
ríkisfjármála. 

    Vonandi verður VS Þór óvopnað baunabyssu ekki sent móts
við sjóræningja við strendur Sómalíu í sumar. Málað ESB-litum!
Ögmundi yrði sannarlega trúandi til þess!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snjöll skrif hjá þér, Guðmundur Kristján. Það var eins gott að sómalísku sjóræningjarnir höfðu ekki frétt af för varðskipsins suður úr Kyrrahafi til Íslands! En 4 cm hlaupvídd fallbyssunnar er nú gott betur en 2–3 baunir. Samt er það laukrétt, að skipið þarf að vera búið fleiri fallbyssum og kannski fleiri vopnum, auk riffla og skammbyssna fyrir áhöfnina. Og laukrétt er það hjá þér, að mannvirkjasjóður NATO gæti auðveldlega styrkt vopnvæðingu skipsins, að er hið sjálfsagðasta mál í landi sem er í vandræðum, hefur ekkert eða lítið þegið af þessu tagi í mörg ár og er þar að auki nánast óvarið, fyrir utan skuldbindingar Bandaríkjanna og NATO.

Jón Valur Jensson, 22.11.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir innkomu þína Jón Valur hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.11.2011 kl. 20:20

3 identicon

haldiði að fallbyssa geti ekki eiðilagt það getur baun hinsvegar ekki en fallbyssu kúla getur gatað skip svo mikið er víst en fyrir utan aldur er hún pottþétt stór hættuleg eins og vopn sem eru á þessum aldri og hafa sprungið við að skotið sé úr þeim

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband