HÆGRI GRÆNIR í stórsókn á Útvarpi Sögu!
5.4.2012 | 00:28
HÆGRI GRÆNIR eru í stórsókn í skoðanakönnun á Útvarpi
Sögu í gær, í mikilli þátttöku hlustenda. Fékk yfir helming
atkvæða. Þótt slík könnun sé ekki há-vísindaleg, hlýtur hún
að gefa einhverjar vísbendingar. En þetta gerist ÁÐUR en
flokkurinn hefur haldið sinn boðaða kynningarfund 26 apríl
n.k. En þar verður flokkur, stefna og forysta opiinberlega
kynnt, og m.a það að stefnt verði að framboði í öllum kjör-
dæmum.
HÆGRI GRÆNIR eru frábrugðnir öðrum nýjum framboðum að
því leyti að byrja á að vinna sína heimavinnu strax frá upphafi.
Fullmótað hugsjónaplagg í ÖLLUM helstu málum þjóðarinnar
liggur nú fyrir. Þar sem SKÝRIR og AFDRÁTTARLAUSIR valkostir
eru í boði. Sbr. Nei við ESB-aðild, en flokkurinn vill draga ESB-
umsóknina tafarlaust til baka! Nei við Schengen! Ætíð NEI við
Icesave. Endurskoðun EES með tvíhliða viðskiptasamning við
ESB í huga sbr. Sviss. Skýr stefna í efnahagsmálum og ekki
síst í peningamálum með upptöku Ríkisdals svo eitthvað
sé nefnt.
Breiður samhentur vinnuhópur hefur unnið að grunnstefnu
flokksins frá stofnun hans á Þingvöllum 17 júní, 2010 undir
sterkri og yfirvegaðri forystu formanns hans, Guðmundar
Franklíns Jónssonar. Sem m.a hefur vakið mikla athygli fyrir
hugmyndir sínar um afmá hafta og verðtryggingar með
nýjum íslenzkum gjaldmiðli.
Ef marka má skoðanakönnun Útvarp Sögu virðist vera mikil
eftirspurn eftir STERKUM og ÁKVEÐNUM borgarasinnuðum
flokki, sem setur hagsmuni FÓLKSINS og ÞJÓÐARINNAR í fyrir-
rúm.
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.