Stuðningsmenn Þóru misnota átthagafélag gróflega!
23.4.2012 | 00:16
Svo langt ganga stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur
forsetaframbjóðenda í sínum pólitíska áróðri að þeir hika
ekki við að beita ópólitísku átthagafélagi og fréttavef þess
í rammpólitískum tilgangi henni til stuðnings. Dæmi um slíkt
er Önfirðingafélagið í Reykjavík og fréttavefur þess
www.flateyri.is. - Strax og framboð Þóru var kynnt hafa
verið látlausar fréttir af því, myndasyrpur af henni og fjölskyldu,
síðast í gær, ásamt blaðaskrifum hennar og vísan til skoðana-
könnunar henni til höfuðs. En allt slíkt hefur aldrei áður gerst!
Veit sem Önfirðingur og Flateyringur að fjölmargir mínir
sveitungar eru afar óhressir með þessa grófu misnotkun
á okkar átthagafélagi og fréttavef þess. Þegar kvörtun
var komið á framfæri var til að bíta hausinn af skömminni
birt eldgömul mynd af Forseta Íslands og Danadrottningu
á Flateyri í tilefni 72 ára afmælis hennar um daginn. Sem
átti væntanlega þá að vera einhver sárabót til okkar sem
ekki styðjum Þóru. En var í senn meiriháttar barnalegt og
HREIN ögrun gegn okkur sem mótmæltu.
En víst er að með sama áframhaldi munu núverandi ráða-
menn Önfirðingafélagsins stórskaða það með slíkri póli-
tískri misnotkun í þeirra þágu og framboði Þóru. Alla vega
mun sá er þetta skrifar ekki vera deginum lengur í slíku
pólitísku félagi ef framhald verður á þessu. Og svo mun
verða um fleiri...........
p.s. Þess má geta að formaður Önfirðingarfélagsins er
róttækur sósíaldemókrati eins og Þóra!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.