Lítill öfgahópur með heila þjóð í gíslingu! NÓG KOMIÐ!
28.4.2012 | 00:20
NÚ VERÐUR ÞESSU AÐ LJÚKA! Það gengur alls ekki deginum
lengur að lítill öfgahópur ESB-trúboðsins hafi heila þjóð í gíslingu.
Og hefur hana að fiflum! Svo mánuðum og árum skiptir. En hver
skoðanakönnunin á fætur annarri segir ÞVERT NEI við ESB-aðild.!
ALÞINGI VERÐUR NÚ AÐ TAKA AF SKARIÐ! Ef ekki, þarf að leysa
það upp, og efna þegar í stað til kosninga. Það gengur ekki að
hafa starfandi Alþingi gegn miklum meirihluta þjóðarinnar, sem
auk þess er rúið öllu trausti...
Raunaganga ESB-trúboðsins á Íslandi er lokið! Þetta litla en
öfgasinnaða ESB-trúboð sem hefur enn sannfæringu fyrir aðildinni,
verður að horfast í augu við staðreyndir og viðurkenna ósigur sinn.
Það getur ekki blekkt og féflett þjóðina lengur! Og því síður haft
hana í gíslingu lengur. Enda hefur það engan hljómgrunn fyrir sínu
óþjóðholla trúboði. Þess vegna verður þessu að ljúka! N Ú N A !
Að öðrum kosti mun stór meirihluti þjóðarinnar taka til sinna ráða
í sjálfsvörn, með því einfaldlega að leiða hið umboðslausa ESB-
trúboði út úr stjórnarráðinu, þar sem það verður sett niður í ESB-
pakkann sinn, og sent rakleiðis út til Brussel. -
Til frambúðar!
Án endurkomu!
Mikill meirihluti vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hægt er að losa þjóðina úr gíslingu með því að taka upp beint lýðræði og senda klíkustjórnmálin í varanlegt frí frá völdum.
Ég vil nýta málskotsrétt forseta til að hefja reglubundnar þjóðaratkvæðagreiðslur. Nánar á www.forsetakosningar.is
Ástþór Magnússon Wium, 28.4.2012 kl. 08:11
Sammála þér Guðmundur það er kominn tími til að segja bless við þessa ESBdýrkendur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.