Kosið um IPA-styrki á Alþingi. Forseti komi til !.


   Nú þegar IPA-styrkir ESB eru komnir úr nefnd og til afgreiðslu
Alþingis, kemur í ljós hvort meirihluti Alþingis kýs aðild að ESB
eða ekki. En yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvigur ESB-
aðild.

   IPA-styrkir ESB upp á 5 milljarða er VÍTAVERÐ aðgerð til að
AÐLAGA stjórnkerfi Íslands að ESB. Án þess að þjóðin  hafi
samþykkt það. - Í raun er því verið að kjósa á Alþingi um aðild
Íslands að ESB með tilheyrandi ofuraðlögun Íslands að ESB.

   ENGINN þingmaður sem segist andvígur aðild Íslands að ESB
getur stutt IPA-styrkina.  EINUNGIS þeir sem eru stuðningsmenn
ESB-aðildar. Fróðlegt verður því að sjá atkvæðagreiðsluna.

   Fari svo að Alþingi samþykki mútu-aðlögunarstyrki ESB hefur
sannarlega myndast djúp gjá milli þings og þjóðar. Eins og
gerðist í Icesave. Í því tilfelli yrði kjörið fyrir forseta Íslands að
neita lögunum staðfestingu, og vísa þeim til þjóðarinnar. Því hér
er hvorki meir né minna en um FULLVELD ÍSLANDS að ræða. Einmitt
sem forsetinn vill standa vörð um og sem er  aðalástæða fyrir
endurframboði hans í dag.

   IPA-styrkirnir yrðu því kjörið tilefni til þjóðaratkvæðis um ESB-
aðildina.  Fyrst hin handónýta stjórnarandstaða hefur hvorki
getað knúið fram slíka þjóðaratkvæðagreiðslu né sett fram van-
trausttillögu á hina óþjóðhollu og handónýtu  ríkisstjórn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir að halda þessu máli vakandi, Guðmundur Jónas. Þarna reynir einmitt á VG-þingmenn, hvort þeir vilja stefna beint inn í Evrópusambandið og "kóa" með Össurarliðinu eða auðsýna fyrri yfirlýsingum sínum og almennum flokksmönnum trúnað með því að segja: "Stopp! Ekki lengra með þessa gróflega virku aðlögunartilraun, sem þar að auki brýtur beinlínis á bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, tolla og skattalög!"

Og það er sannarlega rétt hjá þér að benda þarna á rétt forsetans til að hafna samþykkt slíkra IPA-laga, svo að þjóðin geti tekið sína afstöðu gegn þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jón Valur Jensson, 11.5.2012 kl. 03:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem þar að auki brýtur beinlínis í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, tolla- og skattalög!"

Jón Valur Jensson, 11.5.2012 kl. 03:15

3 identicon

Ef þetta verður samþykkta af þinginu, er þá nokkuð annað en að takta þetta sömu tökum og Iceslave, safna undirskriftum og skora á forsetann að hafna þessu og fella þetta í þjóðarathvæðagreiðslu eins og Iceslave.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 07:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jón Valur Og Kristján. Já þessir IPA-styrkir fá allt of litla umræðu og
athygli. En atkvæðagreiðslan verður spennandi. Þá fáum við ALVEG á
hreint hverjir eru hreinir aðildarsinnar utan Samfylkinguna og hverjir ekki!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.5.2012 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband