Handónýt stjórnarandstaða, sbr. stjórnarráðsbreytingin.
12.5.2012 | 00:26
Stjórnarandstaðan gafst upp fyrir Jóhönnu Sig og hennar ESB-
liði með breytingu á stjórnarráðinu skv. tilskipun frá Brussel. Til
hamingju með það svokallaðir stjórnarandstæðingar! Eða hitt
þó heldur! Það sama verður um stjórnarskrána, rammaáætlun,
stjórn fiskveiða og IPA-mútustyrki ESB. Uppgjöf, uppgjöf, uppgjöf
hjá stjórnarandstöðinni! Já svo sannarlega GJÖRSAMLEGA hand-
ónýt stjórnaranstaða, eins og ríkisstjórnin og allt hennar lands-
sölulið! Enda traust þjóðarinnar á Alþingi komið að hættumörkum.
Já hvers vegna í fjáranum hefur enn ekki verið lögð fram á
Alþingi vantraust á þessa ömurlega þjóðfjandsömu ríkisstjórn?
Hvers vegna í ósköpunum var ekki lögð fram vantraust á ríkis-
stjórnina ÁÐUR en til afgreiðslu hinna umdeildu stórmála kom?
Svo það liggi skýrt og klár fyrir hvort ríkisstjórnin styðjist við
meirihluta á Alþingi eða ekki! Hræðist hin handónýta stjórnar-
andstaða kosningar? Fjórflokkurinn eins og hann leggur sig?
Og hvers vega hefur enn ekki verið afgreidd tillagan um að
ESB-umsóknin verði dregin til baka? Þannig að hugur Alþingis
liggi skýr fyrir áður en breytingin á stjórnarráðinu var gerð og
IPA- mútustyrkir ESB upp á 5 milljarða verði samþykktir? Já
hvers vegna var það a.m.k ekki haft sem skiptimynt við breyt-
inguna á stjórnarráðinu? - Að sú tillaga yrði afgreidd samhliða!
EKKI SÍST Í LJÓSI ÞESS AÐ MIKILL MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR
ER ANDVÍGUR ESB-AÐILD! Hvers lags AULA-vinnubrögð eru
þetta hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn að setja ekki einu
sinni fram slíka lágmarks gagnkröfu? Ekki að ræða um
Hreyfinguna sem er í stjórnarliðinu!
Það er algjörlega ljóst að kosning til Alþingis verður að fara
fram þegar í stað! Stjórnleysið þar og aulahátturinn er ALGJÖR!
Stjórn landsmála er í molum! Og verða það þar til ábyrg ÞJÓÐ-
HYGGJUÖFL taki við völdum!
www.afram-island.is www.xg.is
Búið að vera eintómt hringl og stefnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.