Kvótaumræðan á villigötum!
7.6.2012 | 00:19
Það fólk sem hyggst mæta við Austurvöll í dag og krefjast enn
meiri skattlagningar á sjávarútveginn er á villigötum. Ætti frekar
að skunda á Austurvöll og krefjast þess að ríkisstjórnin hætti við
aðild Íslands að ESB! Því með ESB-aðild fær Brusselvaldið yfirþjóð-
legt vald yfir fiskimiðum Íslands. Og þar með úthlutun kvóta á þeim.
Og ekki nóg með það! Erlent togaraauðvald fengi að kaupa sig inn
í íslenzkar útgerðir, og þar með kvóta þeirra. Með tíð og tíma færi
virðisauki af íslenzkum fiskimiðum úr landi. Tekjur að hinni miklu
auðlind Íslands færist úr landi. Úr íslenzku hagkerfi! Ákvæði í íslenzkri
stjórnarskrá um að auðlind eins og fiskimiðin séu í þjóðareign yrði
marklaus! Því stjórnarskrá Íslands víki fyrir þeirri í Brussel göngum
við í ESB!
Umræðan um kvótamálin eru því á villigötum. Í dag skilar hver
uggi sér inn í íslenzkt hagkerfi 100%. Það er AÐALMÁLIÐ! Með ESB-
aðild yrði stórkostlegur misbrestur á því! Hvers vegna í ósköpunum
er ÞVÍ EKKI MÓTMÆLT við Austurvöll í dag? Og þess krafist að ESB-
umsóknin verði dregin til baka þegar í stað! Því eitt er morgunljóst!
Sjávarútvegsstefna ESB mun 100% gilda á Íslandi gangi Ísland í ESB!
Með öllum þeim hörmungum sem það þýddi fyrir land og þjóð!
Ég sem óbreyttur landkrabbi skiptir mig HÖFUÐMÁLI að íslenzkur
sjávarútvegur lúti íslenzkri stjórn og útgerðir séu undir meirihlutaeign
Íslendinga, og tekjur þeirra gangi 100% inn í íslenzkt hagkerfi. Að
sjávarútvegurinn skili ætið hámarks arði í íslenzkt þjóðarbú og sé ætíð
rekinn á sem hagkvæmasta hátt! Á þann hátt hagnast þjóðin mest á
sinni stærstu auðlind ásamt hóflegu sanngjörnu auðlindagjaldi, en ekki
ofurskatti sósíalisma andskotans eins og nú er rætt um!
Já. Sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar eru þjóðfjandsamleg
eins og ÖLL hennar verk! Ekki síst þau áform að ætla að úthluta
kvótanum til 20-40 ára í senn í stað eins árs eins og nú...
ALGJÖR SKANDALL!
p.s Frjáls stanga- og handfæraveiði t.d.
Segja kvótakerfið ekki einkamál útgerðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna (arði) og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á.
Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af.
Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum. Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki.
Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?
Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf eða fjárfestingar? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara? Sagan sýnir auðvitað að stjórnmálamenn vita miklu síður en einkaaðilar í hvað þessir fjármunir eigi að fara.
Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess.
Hvers vegna þarf að umbylta kerfi sem er afar hagkvæmt? Tal stjórnmálamanna um að greinin þurfi að greiða arð til þjóðarinnar er bara fyrirsláttur eins og sést eftir að ofansagt hefur verið lesið.
Svona della viðgengst auðvitað vegna vanþekkingar kjósenda á efnahagsmálum, vanþekkingar sem kemur í veg fyrir að lífskjör almennings í landinu batni. Ef kjósendur væru vel að sér í efnahagsmálum myndu þeir einfaldlega hlæja menn sem koma fram með svona hugmyndir út af sviðinu.
Margir fjölmiðlar láta eins og hagnaður sé alveg hræðilegur hlutur en enn verri ef hagnaðurinn er hjá útvegsmönnum. Ég held að þessir aðilar ættu að reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri fyrst þeir eru svona vel að sér!
Þeir sem standa fyrir þessum aðgerðum samhliða aðgerðum sjávarútvegsins vilja, þó þeir viti það ekki:
1) Fækkun starfa í sjávarútvegi
2) Aukna óhagræðingu í sjávarútvegi
3) Minnka verulega útflutningsverðmæti sjávarafurða og þar með rýra lífskjör Íslendinga
4) Aukningu atvinnuleysis úti á landi
5) Auka völd stjórnmálamanna og þar með spillingu - besta leiðin gegn spillingu er auðvitað að taka völd af stjórnmálamönnum.
Fleira mætti tína til en þetta er alveg nóg. Fáfræði sumra er alveg grátleg. Svona rugl ætti að vera glæpsamlegt.
Helgi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.