Vinstrimennskan rústar Íslandi! Þjóðholl hægriöfl taki við!
9.6.2012 | 00:22
Vinstrimennskan undir forystu sósíaldemókrata er að rústa
Íslandi. Meir að segja stjórnskipunarleg upplausn og óvissa
ríkir á Íslandi, sbr. stjórnarskrármálið. Og málefni helsta undir-
stöðu- atvinnugreinar þjóðarinnar er í upplausn og óvissu.
Ringulreið og upplausn er á Alþingi sem einungis nýtur 9%
trausts þjóðarinnar. Já allsherjar upplausn og stjórnleysi blasir
hvarvetna við á Íslandi í dag. - Jafnvel fullveldi og sjálfstæði
Íslands er í bullandi óvissu, sbr. ESB-umsóknin!!!!!
Skyldi það vera tilviljun að öll þessi upplausn og óvissa skuli nú
einmitt ríkja í tíð hinnar tæru fyrstu vinstristjórnar á Íslandi? Og
það undir stjórn sósíaldemókrata sem efuðust ætíð um réttmæti
lýðveldistökunnar 1944, útfærslu landhelginnar, og bera svo mestu
ábyrgð á hruninu mikla 2008 eftir að hafa þvingað og logið hinum
stórgallaða EES-samningi upp á þjóðina! Samning er sniðin er fyrir
milljóna manna þjóðir en ekki örþjóð eins og Íslendinga. Hin öfga-
kennda alþjóðahyggja sósíaldemókrata í hnotskurn! Og ekki síst
með ESB-umsóknina nú í farteskinu!
Upplausn og stjórnleysi kallar á aga og stjórnlyndi. Þar sem
þjóðholl íhaldssöm gildi og viðhorf skulu verða grunnurinn að
traustri stjórnskipan og farsælli stjórn landi og þjóð til heilla.
Stjórnmálaflokkurinn HÆGRI GRÆNIR er nú mættur til leiks.
Flokkur sem þjóðholl hægriöfl munu nú sameinast um til að bjarga
Íslandi úr rústum vinstrimennskunar og hennar óþjóðhollu og
andþjóðlegu vanmáttarkenndar gagnvart íslenzkum hagsmunum
og íslenzkri þjóðartilveru!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND!
www.xg.is www.afram-island.is
Þingfundur á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.