Þóra! Þetta er búið!


   Nú korter í kosningar mælist sitjandi forseti með afgerandi
forskot í skoðanakönnunum. Enda hvernig á annað að vera,
maðurinn sem  bjargaði  þjóðinni  frá  allsherjar gjaldþroti   í
Icesave, og hyggst  standa  fullveldis-vaktina með þjóð sinni 
meðan ESB-aðild hangir yfir henni?

   Fylgið við Þóru Arnórsdóttir  forsetaframbjóðenda  minnkar
hins  vegar  stöðugut. -  Enda hvernig á annað  að vera?  Sem
frambjóðenda Samfylkingar, sósíaldemókrataisma, ESB- aðildar
og Icesave, með tilheyrandi fullveldisafsali, sem mikill og afger-
andi meirihluti þjóðarinnar hafnar.

   Jú Þóra!  Þetta er búið!
mbl.is Ætlar sér að brúa bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kosningarnar verða 30. júní. Þangað til eru 20 dagar, ekki 15 mínútur.

Mér fannst annars Þóra koma reglulega vel út úr þessu viðtali í morgun. Er eitthvað efnislega sem þú hefur út að setja í máli hennar?

Skeggi Skaftason, 10.6.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já veit að sósíaldemókratar og þeir sem eru með sósíaldemókrataísk viðhorf í hjarta sínu styðja Þóru. Enda er hún holdgervingur þeirra afla
sem vilja hefna sín á forsetanum vegna Icesave og koma Íslandi inni í ESB.

Hef persónulega ekkert við Þóru að setja Skeggi, nema þeirra gilda  og
ramm-pólitísku viðhorfa sem hún stendur fyrir. Var m a í stjórn Evrópusamtakanna og bauð sig fram fyrir hinn sósíaldemókrataíska Alþýðuflokk á sínum tíma.  Jú sem ÞJÓÐHYGGJUMAÐUR er ég MJÖG svo
á móti hennar pólitík og tel þær í raun þjóðhættulegar FRJÁLSU og
FULLVALDA ÍSLANDI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 13:58

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég hef ekki séð að hún standi fyrir "rammpólitískum viðhorfum".

Jú hún starfaði lítillega með Alþýðuflokknum á síðustu öld, en ég er ekki á móti því að kjósa til forseta manneskju sem einhverntímann hefur komið nálægt pólitík.

Þjóðin mun hafa síðasta orðið um það hvort Ísland gangi inn í ESB, hvort sem Ólafur Ragnar, Þóra eða einhver annar verði forseti.

Ég vil alls ekki "hefna mín" á sitjandi forseta fyrir eitt né neitt, þó ég vilji nú skipta honum út. Hann vildi sjálfur segja þetta gott, þegar hann hélt nýársávarp sitt og hlakkaði til að takast á við ný verkefni og flytja með konu sinni í nýja húsið þeirra í Mosfellsbæ.

ég vil þakka Ólafi Ragnari fyrir og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum öðrum sem ég vona að hann taki að sér, í stað þess að verða forseti í 4 eða 8 ár í viðbót.

Skeggi Skaftason, 10.6.2012 kl. 14:19

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skeggi. Þóra er sósíaldemókrati AF LÍF OG SÁL allt frá blautu bransbeini.
Sem slík er hún RAMM-pólitísk, enda var mjög virk í ungliða-hreyfingu
sósíaldemókrata og bauð sig fram fyrir þá.  Hún er FYRST og FREMST
fulltrúi fyrir þessi andþjóðlegu sósíaldemókrataísku öfl sem vilja Ísland
í ESB  HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR sbr. Icesave.

Að hafa blindan sósíaldemókrata á Bessastöðum meðan landssöluöflin
sækja að FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI Íslands KEMUR EKKI TIL GREINA Skeggi!  Nema að þú sért öfga-alþjóðasinni eins og sósíaldemókratar sem
vilja Þóru á Bessastaði!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 14:34

5 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; sem og aðrir gestir, þínir !

Skeggi !

Enginn; er ég Lýðveldissinninn, né áhugamaður um Forseta embættið - kýs fremur; 75 prósentum ódýrari Landshöfðingja / eða Ríkisstjóra, en muna mátt þú - eins og aðrir landsmenn, staðfestu Ó.R. Grímssonar, gagnvart stjórnmála rusli alþingis, Vesturna 2010 og 2011, þegar Ólafur sneri upp á trýnin, á Helvítis hyskinu, með því að beina Icesave´s þvarginu beint, í höndur landsmanna.

Ég er ekki viss um; að aðrir hefðu þorað, þá hann þyrði, Skeggi minn.

Með beztu kveðjum; sem endranær, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 15:51

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sjáum hvað verður um Æseivið. Sumri moggabloggarar sjá sigur í vændum. Mér þykja þeir spakir með endemum.

Skeggi Skaftason, 10.6.2012 kl. 20:37

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skeggi. Icesave er úr sögunni, svo framanlega sem sósíaldemótrataisminn
nær ekki að sigra Bessastaði og fær að leika lausam hala eftir kosningar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 21:09

8 identicon

EF Þóra er "rammpólitísk" hvað er þá Ólafur Ragnar ???

Er bara allt í lagi að hafa blindan gamlan kommúnista á Bessastöðum ?

Og hvenær fóru Sjálfstæðismenn að aðhyllast kommúnisma ?

Láki (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 21:58

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þjóðin veit fyrir hvað Ólafur stendur,hann hefur óvenjulega og skarpa sýn á hvaða hætta steðjar að lýðveldinu. Í innrás Esb,er menn annaðhvort lýðveldissinnar eða ekki,hvort sem menn eru/voru D,B,eða annað. Flestir nýju flokkanna telja Íslandi best borgið utan Esb m.a. Hægri Grænir. Steingrímur allsherjar,er lifandi dæmi um hvernig falskir stjórnmálamenn snúast,en enginn hefur logið og svikið með álíka hætti og hann. Kjósum Ólaf Ragnar,hann er sómi Íslands sverð og skjöldur.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2012 kl. 00:27

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Myndi Ólafur Ragnar geta komið í veg fyrir innlimun Íslands í ESB, ef t.d. 55% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu myndu segja JÁ við ESB-aðild?

Skeggi Skaftason, 11.6.2012 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband