Nú er þetta búið ESB-Þóra!


    Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson nýtur
nú afgerandi fylgi. Með 58% fylgis skv. skoðanakönnun
Stöðvar 2 og Fréttablaðsins.  Meðan fulltrúi ESB-sinna
og sósíaldemókrata Þóra Arnórsdóttir hrapar í fylgi með
28%. - Gamli kommúnistinn Ari Trausti situr fastur með
sín 8% og aðrir komast varla á blað.

   Nú þegar aðeins 2  vikur eru til kosninga eru úrslitin
ráðin. FULLVELDIÐ sigrar ESB-sósíaldemókrataismann
með afgerandi hætti! Þó mega fullveldissinnar og aðrir
þjóðfrelsissinnar alls ekki láta deigan siga. Heldur  að
berjast af hörku fyrir sitjandi forseta fram á kjördag,
og senda þannig skýr skilaboð til Brussel og heimsins
alls að Íslendingar munu standa sterkan vörð um full-
veldi og sjálfstæði Íslands!  Bessastaðir verða ALDREI
stjórnað frá Brussel! 

   Já ESB-Þóra!  Þetta er búið!
mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Hvað kemur forsetaembættið ESB við?

Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um hvort Ísland fari í ESB. Kemur forsetanum ekkert við.

ThoR-E, 15.6.2012 kl. 20:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Forsetaembættið gæti skipt sköpun varðandi ESB-aðild. Þjóðaratkvæðagreiðsla er EKKI bindandi skv. núverandi stjórnarskrá.
Fari þingið gegn þjóðarvilja og samþykkir ESB-aðild (sbr.Icesave)
gæti forseti skotið þeirra ákvörðun til þjóðarinnar sem ÞÁ er bindandi.
Treysti EKKI ESB-þóru að gera slíkt! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.6.2012 kl. 21:05

3 Smámynd: Sólbjörg

AceR, er þér ekki tengingin ljós við ESB, helstu stuðingsmenn Þóru eru harðir ESB sinnar bara það eitt segir allt. Þjóðaratkvæðagreiðslan semþúefnir er skoðanakönnun hvað okkur fyndist um að vera í ESB og ekki á nokkurn hátt bindandi. Þessi ríkistjórn lætur þjóðarvilja sig engu varða reynslan hefur sýnt það.

Endanlega úrslit verða líklega að Þóra fær rétt rúmlega 21% fylgi eins og ESB ríkistjórnin hefur og Ólafur vinnur glæsilegan þjóðarsigur með 70% , restin skiftist á hina frambjóðendur. Heyr Guðmundur, Bessastöðum verður aldrei stjórnað frá Brussel!

Sólbjörg, 16.6.2012 kl. 05:13

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég og vinur minn hérna á Philippine ætlum að leggja á okkur margra klukkutíma rútu ferð til Manilla til að geta kosið Ólaf á mánudaginn OK ég þarf bara c.a 12 tima báðar leiðir en vinur minn þarf að eiða 3ur dögum í þessa ferð fyrst 1 dag til að koma hingað til mín og gistir hér eina nótt svo förum við snemma á mánudaginn til Manilla og þegar er komið til baka gistir hann aðra nótt hérna áður en hann fer til baka okuur fynnst þetta bara nauðsinlegt til að sýna honum okkar stuðnig enda veitir þjóðinni ekki af

Magnús Ágústsson, 16.6.2012 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband