ESB-Þóra boðberi gamalla tíma og sósíaldemókrataisma!
29.6.2012 | 00:16
Þrátt fyrir að Þóra Arnaþórsdóttir forsetaframbjóðandi sé frekar í
yngri kantinum, er hún boðberi gamalla tíma og sósíaldemókrataisma.
Þeirrar pólitísku hugmyndarfræði sem leikið hefur Ísland SÉRLEGA grátt,
talað úr þjóðinni kjark og þor. En sem kunnugt er þá er Þóra sósíalal-
demókrati frá blautu barnsbeini, og er því m.a rótækur alþjóðasinni.
Tók í byrjun virkan þátt í því að koma Íslandi undir erlend yfirráð, með
því að berjast fyrir aðild Íslands að ESB. En slíku pólitísku hugarfari fylgir
andúð á öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum, jafnvel kristinni trú.
Íslenzkir þjóðarhagsmunir er eitthvað sem Þóra lætur sig engu varða
sem einlægur sósíaldemókrati, sbr. Icesave, og stuðningsmanneskja nú-
verandi vinstrisinnuðu óþjóðhollu ríkisstjórnar afturhalds og spillingar.
Enda nýtur hún óskoraðs traust móðurfylkingar sósíaldemókrata á Ís-
landi, Samfylkingarinnar. Þar sem hugtök eins og FULLVELDI, ÞJÓÐFRELSI,
ÍSLENZK ÞJÓÐMENNING OG TUNGA, ÍSLENZK ÞJÓÐARTILVERA fyrirfinnast
ALLS EKKI! Enda ÞJÓÐHYGGJUNNI þar á bæ alfarið vísað á bug.!
Það er því grátbroslegt þegar því er haldið fram að framboð Þóru boði
eitthvað nýtt. Þvert á móti er hún boðberi gamalla tíma og ÞJÓÐLEGRAR
UPPGJAFAR á grundvelli sinnar sósíaldemókrataísku alþjóðasinnuðu hug-
myndarfræði, spillingar og afturhalds. Er það þannig forseta með slíkar
óþjóðhollar pólitískar áherslur og fulltrúi alrmædustu vinstristjórnar á Ís-
landi sem þjóðin þarfnast á Bessastaði? AÐ SJÁLFSÖGÐU ALLS EKKI!
Val íslenzkrar þjóðar er því auðvelt 30 júní n.k. Ekki síst á þeim miklu
óvissutímum og nú ríkja. HINN TRAUSTI, STERKI FULLVELDIS-OG ÞJÓÐ-
FRELSISSINNINN HR Ólafur Ragnar Grímsson verður kosinn áfram
forset Íslands með miklum meirihluta atkvæða. ESB-landssöluliðinu og
Icesave-þjóðsvikalýðnum til mikillar gremju og til varanlegrar úthýsunar
úr íslenzkum stjórnmálum, mót bjartri ÍSLENZKRI FRAMTÍÐ!
ÁFRAM ÍSLAND! ÁFRAM HR.ÓLAFUR RAGNAR SEM FORSETA ÍSLANDS!
Fólk streymir að til að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.