Hluti sjálfstæðismanna útskýri stuðninginn við Þóru!
2.7.2012 | 00:10
Þótt mikill meirihluti grasrótar Sjálfstæðisflokksins hafi
réttilega stutt Hr. Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, var þó
töluverður hluti og það merkra sjálfstæðismanna er studdu
og kusu Þóru Arnórsdóttir. Yfirlýstan sósíaldemókrata frá
blautu barnsbeini, og þar með yfirlýstan ESB-sinna. Og sem
klárlega var auk þess framboðsfulltrúi Jóhönnu Sig.og hennar
vinstristjórnar. Ógnvald fullveldisins á Bessastöðum!
Já hvernig í ósköpunum getur þetta gerst meðal flokksfélaga
þess flokks sem upphaflega markaðssetti sig til hægri sem
þjóðholt borgarasinnað stjórnmálaafl? Því þarna voru menn
úr forystu og innsta kjarna flokksins sem mest voru áberandi.
Auk þess sem fleiri en hin sósíaldemókrataíska Þóra var í fram-
boði gegn sitjandi forseta sem hægt var hjá þessu liði að styðja
og kjósa.
Sem kunnugt er hefur löngum loðað við Sjálfstæðisflokkinn
sósíaldemókrataísk öfl sem fengið hafa um áratugi að grassera
í flokknum. Með hinum undarlegustu birtingarmyndum í gerðum
flokksins og þá einmitt í stjórnarsamvinnu við sósíaldemókrata,
hvort sem það hafi verið undir formerkjum Alþýðuflokks eða
Samfylkingar. Barnskrógar slíkrar samvinnu má t.d nefna EES,
aðal orsakavalds hrunsins, og samstarfsverkefni forystu þessara
flokka að koma Icesave-3 skuldadrápsklyfjunum yfir á þjóðina.
Svo nokkur merk dæmi séu nefnd!
Komi ekki fram haldbær skýring á hinum undarlega stuðningi
hluta merkra sjálfstæðismanna við ESB-Þóru, verður ekki annað
útskýrt en að þarna hafi verið á ferð enn ein birtingarmyndin af
gerðum og athöfnum hins sósíaldemókrataíska kjarna og arms
Sjálfstæðisflokksins! Svo einfalt er það!
Sem aftur leiðir svo hugann að valkostum á hægri kanti ís-
lenzkra stjórnmála í dag. Þar sem t. d flokkur HÆGRI GRÆNNA
virðist einn flokka laus við hina sósíaldemókrataísku óværu,
sem blessunarlega tókst að frelsa Bessastaði undan með glæsi-
legu kjöri Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar.
Þökk sér árvöku þjóðhyggjufólki Íslands!
www.afram-island.is www.xg.is
Segir sigur Ólafs ósigur stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.