HÆGRI GRÆNIR komnir á blað hjá Gallup
3.7.2012 | 21:05
Vert er að fagna því að hinn raunverulegi stjórnmálaflokkur
til hægri skuli nú mælast í fyrsta skiptið hjá Þjóðarpúlsi Gallups.
En þar mælast HÆGRI GRÆNIR með tæp 4% og vanta því aðeins
rúm 1% að fá 3 menn kjörna. Á sama tími minnkar fylgið hjá
Sjálfstæðisflokknum, sem bendir til að óánægðir sjálfstæðismenn
séu nú farnir loks að horfa raunverulega til hægri, og þá til HÆGRI
GRÆNNA.
Af þessu tilefni skrifar Guðmundur Franklín Jónsson formaður
HÆGRI GRÆNNA á heimasíðu flokksins á facebook í kvöld.
,,Jæja, þá mælast HÆGRI GRÆNIR í fyrsta skipti í þjóðarpúlsi
Gallups með tæp 4%. Þetta er mjög gott og nú þarf að fara að
spýta í lofana, bretta upp ermarnar og kynna fleiri til leiks. U.þ.b
200 manns eru nú á lista hjá okkur sem eru búnir að skrá sig og
vilja bjóða sig fram. Við stillum upp listum í febrúar 2013. Einnig
hefur bæst í forystu flokksins og koma stórar fréttir með það í
lok sumars".
Í þjóðarpúlsi Gallups bæta stjórnarflokkarnir lítillega við sig en
stjórnarandstaðan tapar að sama skapi. Sem sýnir hversu aum og
máttlaus þessi stjórnarandstaða er undir forystu hins sósíaldemó-
krataíska Sjálfstæðisflokks. Sem sýnir einnig hversu brýnt það
er orðið að fram komi ALVÖRU þjóðhollur hægriflokkur fólksins í
landinu til að úthýsa hinum þjóðfjandsömu vinstriöflunum úr lands-
stjórninni, og það til frambúðar!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! www.afram-island,is www.xg.is
Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Forget it" Guðmundur Jónas.
Þið fáið ekki einu sinni 1%.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 21:28
Meiriháttar hræðsluáróður úr herbúðum vinstriaflanna. Meiriháttar
gott vegarnesti fyrir HÆGRI GRÆNNA Haukur. Enda löngu kominn
tími til að taka á vinstriöflunum engum silkihönskum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2012 kl. 21:38
Sigandi lukka er best!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2012 kl. 21:53
Alvöru hægri er USA, þeir vilja einkavæða allt.
Eruð þið líka fylgjandi því að ríkið eigi ekkert?
Teitur Haraldsson, 3.7.2012 kl. 23:50
Að sjálfsögðu Teitur viljum við stórauka Í S L E N Z K T einkaframtak á sem
flestum sviðum í þágu Í S L E NZ K R A R ÞJÓÐAR! Á sama tíma og hin
ÞJÓÐFJANDSAMLEGA VINSTRISTJÓRN VILL ESB VÆÐA A L L T þannig að hin
íslenzka þjóð EIGI E K K E R T!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.7.2012 kl. 00:23
hita? rafmagn? heilsugæslu? vegaframkvæmdir? osfrv
skilurðu hvað ég er að fara?
Teitur Haraldsson, 4.7.2012 kl. 00:25
Íslenzku fiskimiðin? Íslenzka landbúnaðinn? Já íslenzku auðlindirnar?
Íslenzkt fullveldi og SJÁLFSTÆÐI? osfrv. Skilurðu hvað ég er að fara?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.7.2012 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.