Rödd HÆGRI GRÆNNA um Schengen berst til Noregs!
23.7.2012 | 00:14
Svo virðist að rödd HÆGRI GRÆNNA um Schengen-ruglið
hafi nú borist til Noregs. En þingmaður norska Miðflokksins
vill að Noregur dragi sig úr Schengen-samstarfinu. Sem
stóreykur glæpatíðnina í Noregi, enda landamæri Noregs
nánast galopinn gegnum Schengen.
Alveg stórfurðulegt hvað sósíaldemókrataisminn á Íslandi
hefur komið mörgu illu og skaðlegu til leiðar fyrir land og
þjóð, og hversu heimskulegt og aula-fávitalegt það er. Sbr.
Schengen! Að fá það samþykkt á Alþingi að Ísland úti á miðju
Atlantshafi taki upp sameiginleg landamæri við meginland
Evrópu, þegar ESB-eyþjóðirnar Bretar og Írar hristu haus og
neituðu slíku OFUR-RUGLI alfarið, þá fengu samt sósíaldemó-
kratar Fjórflokksins, með Sjálfstæðisflokkinn í forystu, slíkt
RUGL samþykkt. SKANDALL!
Athygli vekur að aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi,
HÆGRI GRÆNIR, boðar nú tafarlausa uppsögn á Schengen-
ruglinu. Með því má ekki bara stórdraga úr afbrotum erlendra
glæpahópa hér á landi, heldur líka stórspara opinbert fé. Sem
betur væri varið í annað þarfara en í svona eindæmis RUGL!
Að lokum er vert að minna á skýra stefnu HÆGRI GRÆNNA
í Evrópumálum. A:Enga ESB-aðild! B: ESB-umsóknin verði
dregin til baka strax! C: Uppsögn á Schengen! D: Tvíhliða
viðskiptasamningur við ESB sbr Sviss í stað EES!
www.xg.is www.afram-island.is
Vill Noreg úr Schengen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Allt eru þetta mjög góðar hugmyndir og falla vel við mínar a.m.k. það sem ég hef kynnt mér, það er þó eitt sem þeir vilja en ég ekki, er að skipta um mynnt eða tengja hana við dollar. Ég er viss um að hægt er að stjórna myntinni með mun betri peningastjórnun, minna eigin hagsmunapoti og heiðarleika sem svo mjög hefur skort á.
Sandy, 23.7.2012 kl. 05:57
Sandy. Sammála. En þú misskilur. Erum ekki að tala um að taka upp erlenda mynt, heldur gamla góða íslenzka Ríkisdalinn, og skipta út
krónuninni. Lestu kaflann um peningamálin nánar www.xg.is
Frumforsenda til að leysa aflandfskrónuvandann, gjaldeyrishöftin og
afnema verðtrygginguna á mettíma. Að festa Ríkisdalinn við USA-dollar
er að skapa svo efnahagslegan stöðugleika til frambúðar, en þó með
sjálfstæða íslenzka mynt engu að síður.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 08:17
Hljómar vel. Hafa þeir kannað hvort það sé forsenda fyrir því að ESB geri tvíhliða samning við Ísland, við erum jú ekki jafn stór og "mikilvæg" og Sviss? Mér þykir trúlegt að við þyrftum Noreg með okkur í liði ef við ætluðum að fara út í eitthvað slíkt. Mér þætti gaman að fá nákvæma úttekt á kostum og göllum þessara hugmynda sem settir væru fram á mannamáli með vísun í heimildir inni á xg.is
Hildur Sif (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 08:35
Ég skil bara ekki hvernig útganga úr Schengen stoppi fólk frá EES ríkjum við að komast til Íslands. Það stendur ekkert í vegabréfum / ferðaskilríkjum um það hvort maður sé glæpamaður eða tengist einhverjum slíkum samtökum. Þó svo að hann hafi fengið dóm eða verið viðriðinn glæpi þá er honum ekki bannað að ferðast. Ef slíkt væri þá hlyti þetta líka að virka í hina áttina, allir íslendingar sem einhverntíma hafa hlotið dóm eða verið í afbrotum geta ekki ferðast til annarra ríkja. Ef það er einhver lausn sem birtist við að segja sig frá Schengensamstarfinu og þið vitið hvernig hægt er að stoppa " erlenda glæpamenn" sem koma til landsins endilega segið frá því, án þess þó að segja bara "taka upp landamæragæslu" því það segir ekki neitt, eins og ég lýsi hér að ofan. Við hljótum að þurfa vera í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og gagnagrunna til að fá upplýsingar.
FrostiErr (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 09:49
Hildur. Vorum með tvíhliða viðskiptasamning við ESB fyrir EES-samninginn.
Nú er komið á daginn að hann hentar okkur alls ekki! Þettta fjórfrelsi td
er samið með milljóna manna þjóðir í huga en ekki örþjóð eins og okkur.
Enda má rekja hrunið mikla 2008 til EES-samningsins. Hefði enginn EES
samningur verið til 2008 tefði bankahrunið tæknilega aldrei geta orðið.
Eigum því að gera tvíhliða viðskiptasamning við ESB á okkar forsendum,
sem er ekki spurning að væri okkur mun hagstæðari en EES-ruglið, sem
er farið að kosta okkur mikla fjármuni og hefta okkar olnbogarými, til
að gera hluti á OKKAR forsendum. Allt skrifræðið og reglugerðarfargið sem
hellist yfir okkur daglega og sem við höfum engin áhrif á er að stórskaða
okkur. T.d er til meiridáttar þúsund blaðsíða lagabálkur í íslenzkri löggjöf
gegnum EES um skipaskurði og járnbrautir á Íslandi. En hvort tveggja er
ekki til hérlendis. Bara dæmið um BULLIÐ.
FrostiEER. Með því að segja upp Schengen spöum við hátt í milljarð á
ári, auk þess að við hefðum miklu meira kontról á öllum sem hingað
kæmu inn í landið. Enda datt eyþjóðunum Bretum og Írum ekki í hug
að taka upp landamæravörslu við meginlandið, og nú eru þegar heldur
betur er að fara að hrikta í stoðum Schengen á sjálfu meginlandinu þegar
menn sjá hversu hriplekt það er varðandi ólöglega innflytjendur og
glæpagengi. Við erum í Interpol og eigum að láta það duga.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 11:05
Guðmundur ekki halda að ég sé á móti því að gott eftirlit sé með því að erlendir glæpamenn komi hingað til lands, mér finnst þetta bara svo grunn umræða. Það er gott að spara milljarð, við getum alveg notað hann. En að segja " að við hefðum miklu meira kontról á öllum sem hingað kæmu inn í landið". Þetta er of einfalt og grunnt. Hvernig ætlum við að kontróla það ? Er það eitthvað í vegabréfum eða ferðaskilríkjum sem segir okkur hvað sé tilgangur dvalar, ætli viðkomandi myndi segja landamæragverði það að hann ætlaði að fremja glæpi. Interpol er fínt samstarf en ertu með hvernig því er háttað á landamærum ? Bretland er örugglega verst stadd varðandi erlend glæpagengi og glæpatíðni af öllum Evrópulöndunum, án þess að vera aðili að Schengen. Sumir hafa haldið því fram að þeir haldi uppi landamæragæslu en séu aðilar að Schengen gagnagrunninum. Það er bull og vitleysa. Það verður að fara fram vitrænni umræða en að segja bara þetta verður allt betra þegar Schengen fer. Hvernig verður þetta betra það hlýtur að vera krafa þið sýnið hvað muni gerast þegar/ef því samstarfi lýkur.
FrostiErr (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 11:33
Bjartsýnisflokkurinn er líka harður á því að segja Schengen strax upp eins og sjá má í stefnuskránni.
http://www.internet.is/einargb/bjartsyni.pdf
Þetta snýst minnst um glæpamenn eða glæpahópa. Það má ekki segja hvað hangir á spýtunni með að segja upp Schengen. Þið hljótið að geta giskað á hvað það er.
Einar Gunnar Birgisson, 23.7.2012 kl. 12:01
Tel FrostiErr nægileg rök mín hér gegn Schengen-ruglinu að vitna í
ályktun Landssamband lögreglumanna gegn Schengen, og ummæla
Geirs Jóns fyrrv.yfirlögregluþjóns í R.vik að komist hann á þing muni
hann berjast gegn Schengen. Þarna eru fagaðilarnir á Íslandi sem
best þekkja til fyrir og eftir Schengen og sem mest er takandi mark á.
Schengen var komið á af misvitrum pólitíkusum sbr. Halldóri Ásgrímssyni
sem vildi troða Íslandi inn í ESB. Shvengen er bara ángi af ESB-innlimunarruglinu.....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.