Miðjumoð Framsóknar hættulegt!
8.8.2012 | 00:37
Miðjumoð Framsóknar komst í umræðuna um helgina, þegar
fyrrv. formaður flokksins, Jón Sigurðsson, kallaði eftir meiri
vinstrimennsku og ESB-daðri innan flokksins. Bara það að
þessi fyrrum kommúnisti og meðlimur í hinni róttæku Fylkingu
í denn, skuli hafa getað gerst leiðtogi Framsóknar, segir kannski
meira um þennan miðjumoðsflokk en orð fá list!
Miðjumoð Framsóknar er hættulegt! Enda sagði sá er þetta
skrifar sig úr flokknum fyrir fjölda ára. Því engan veginn var
hægt að átta sig á í hverskonar flokki maður var í á hverjum
tíma. - Slíkur var hringlandahátturinn sem sló svo öll met í
þátttöku hans í hræðslubandalagi vinstrimanna í R-listanum,
undir pilsfaldi Ingibjargar Sólrúnar sósíaldemókrata í heil 12
ár.
Grátbroslegt er því að horfa upp á fyrr.formann Framsóknar
úr röðum sósíalista óttast hægritilburði núverandi formanns,
Sigmundar Davíðs. Eða er Jón Sigurðsson orðinn svo kalkaður
að muna ekki að einmitt NÚVERANDI formaður Framsóknar er
einskonar Guðfaðir núverandi TÆRU vinstristjórnar á Íslandi?
Og ber því FULLA PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ Á HENNI! Rugludalla-
vitleysan í Framsókn er því með eindæmum!
Innan Framsóknar er margt vel-meinandi fólk. Sem una landi
sínu og þjóð. En er að gefast upp á þessu miðjumoði innan flokk-
sins sem villir alla pólitíska sýn. Fyrir slíkt ÞJÓÐHYGGJUFÓLK
er t.d hinn þjóðholli flokkur HÆGRI GRÆNIR góður valkostur.
Eins og fyrir þá fjölmörgu þjóðhollu sjálfstæðismenn sem eru
orðnir fullsaddir á hinu sósíaldemókrataíska miðjumoði þar
á bæ.
Já gott að eiga valkosti í íslenzum stjórnmálum í dag!
www.xg.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.