Vinstri grænir munu áfram klappa fyrir ESB-aðild
24.8.2012 | 00:28
Það er mikill misskilningur ef sumir vænta einhverra tíðinda
hjá Vinstri grænum um helgina í Evrópumálum. En þeir halda
þá flokksráðsfund að Hólum í Hjaltadal, á þeim helga stað.
Sem er í raun skandall að slíkur þjóðfrelsissvikaflokkur, for-
veri hérlendra kommúnista, fái að koma þar í hlað. Hvað þá
að fá að halda þar fundi undir rauðum fánum og syngjandi
internasjónalinn. Sem senn meðtaka líka ESB-fánann með
tilheyrandi söng.
Nei það verða engin tíðinda að vænta úr herbúðum VG um
Evrópumál um helgina. Enda hefði flokkurinn aldrei sótt um
aðild að ESB og aðlögunarstyrki að stjórnkerfi ESB upp á
marga milljarða hefði þessi kommúníski flokkur Í RAUN
verð á móti ESB-aðild. Er það ekki alveg ljóst?
Það er eðli flokka með kommúnískan bakgrunn að hika ekki
við að fórna þjóðfrelsi þjóða sinna FYRIR VÖLD! Ráðherra-
stóla. Eins og margoft hefur sannast með VG, sbr. ESB og
Icesave-svikin. Og nú væntanlega varðandi makrílinn.
Þess utan eru vinstrisinnaðir róttæklingar afar alþjóðasinn-
aðir eins og VG, ekki síður en sósíaldemókratarnir.
Þess vegna small ESB-umsóknin að ESB meiriháttar saman,
þegar hin tæra fyrsta vinstristjórnin var mynduð á Íslandi.
Þess vegna verður áfram klappað fyrir ESB innan VG til að
halda völdum og ráðum............... Hvað sem það kostar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.