Hrein hægristjórn hjá Bylgjunni. Áhugavert!


  Skv. skoðanakönnun í gær á Bylgjunni væri í fyrsta sinn
hægt að mynda hreina hægristjórn á Íslandi. Ríkisstjórn 
Sjálfstæðisflokks (46%)  og Hægri  grænna (10%). Sem
yrði  jafn  sögulegt  og  það  tókst að mynda hreinu  fyrstu
vinstri stjórn á Íslandi eftir síðustu kosningar.

  Þótt hér sé alls ekki um neina vísindalega könnun að ræða,
er hún áhugaverð engu að síður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
oftar en ekki hlaupið útundan sér sem borgarlegur flokkur og
myndað ríkisstjórnir til vinstri  með  sósíaldemókrötum, eða 
einhverja  miðjumoðs ríkisstjórn með Framsókn.

  En einmitt með tilkomu flokks, hægra megin við Sjálfstæðis-
flokkinn, einskonar heimastjórnar íhaldsflokk, eins og Hægri
grænir, gæti myndast skörp  skil  í  íslenzkum  stjórnmálum. 
Hægri  blokk  og  vinstri  blokk eins og tíðkast víða á vestur-
löndum.

   Tilkoma Hægri grænna inn í íslenzk stjórnmál gætu því
myndað þáttarskil í stjórnmálum á Íslandi, og það á jákvæð-
an hátt. Klárlega fyrir hin þjóðhollu borgaralegu pólitísku öfl,
og þar með þjóðina.

   Til þess að svo mætti verða, mættu Hægri grænir ALDREI
verða pólitísk hækja Sjálfstæðisflokksins! Og allra síst  í
viðleitni Sjálfstæðisflokksins í því að vinna til vinstri. Grunn-
stefna og hugsjónir Hægri grænna liggja fyrir, sem þeir mega
ALDREI KVIKA FRÁ!   

     www.xg.is   www.afram-island.is     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband