Óánægðir sjálfstæðismenn horfi til HÆGRI GRÆNNA


    Það að ekki einu sinni ríkir sæmileg sátt um þá ákvörðun formanns
Sjálfstæðisflokksins  um að skipta  um  formann þingflokksins, sýnir
hversu  flokkurinn  er  enn  lemstraður  og  sundraður  eftir  hrunið.
Einkum er það flokksforystan sem á enn langt í  land að öðlast traust,
ekki  síst eftir hinn óskiljanlega stuðning hennar við Icesave.

   Því er mikilvægt að borgarasinnaðir kjósendur og ekki síst óánægðir
sjálfstæðismenn geti nú í fyrsta sinn horft til hægri til  stjórnmálaafls,
sem nú er komið fram á hið pólitíska sjónarsvið. HÆGRI GRÆNIR. Eini
ALVÖRU hægriflokkurinn síðan gamli góði Íhaldsflokkurinn var og hét.

  Á næstu vikum og mánuðum verður spennandi að sjá hvernig hlutirnir
þróast á  hægri  kanti  íslenzkra stjórnmála. - Hvernig HÆGRI GRÆNIR
koma til með að festa sig í sessi sem áhugaverður flokkur meðal hægri-
sinnaðra og  íhaldssamra kjósenda. Alla vega er stefna og hugmynda-
fræðin mjög áhugaverð og ákjósanleg fyrir land og þjóð. Auk þess sem
formaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson og flokksforystan nýtur
óskoraðs trausts flokksmanna..........

    www.xg.is  

mbl.is Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Guðmundur...Bjarni Vafningur Ben er að gera það sem engum hefur tekist,Gera Flokkinn minni en VGræna.Enda gátu Sjálfstæðismenn ekki fengið verri Formann en Bjarna Ben sem er maður sem ekki á heima í Pólitík.Eg hef altaf kosið Sjálfstæðismenn en nú verð ég að gá til veðurs fyrir næstu kosningar..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.9.2012 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veist Vilhjálmur að þú ert ætið hjartanlega velkominn í HÆGRI GRÆNA! Þar eiga ALLIR þjóðhollir hægrimenn heima!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2012 kl. 16:39

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þarf þess nokkuð.

Eru ekki skoðannakannanir að sýna rífandi fylgi HG ?

hilmar jónsson, 5.9.2012 kl. 00:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hver einasti ábyrgur stjórnmálaflokkur,hlustar um leið og hann tekur mark á skoðanakönnunum en veit að er ekki öruggari en tip í fótbolta.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2012 kl. 02:52

5 Smámynd: Sandy

Ég er sammála Vilhjálmi um að það verði að horfa til veðurs fyrir næstu kosningar, því miður.

Ég veit sannarlega ekki hvað hefur komið fyrir forystu sjálfstæðismanna, engu er líkara en að pólitík dagsins í dag byggist aðalega á kapphlaupi um að sölsa undir sig eins miklu af auðlindum þjóðarinnar og hægt er, og horfa um leið til þess að ná niður velferð þjóðarinnar í heild.

Hvernig er það eru ekki til heiðarlegir stjórnmálamenn í dag, fólk sem vel má vera með góð laun svo lengi sem það hugsar um velferð þjóðar sinnar um leið? 

Sandy, 5.9.2012 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband