Þingflokksformaðurinn minntist ekki á ESB



   Það vakti athygli í þættinum Í vikulokin á RÚV í morgun, að hinn
nýi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, minntist ekki einu
orði á ESB-aðildarferlið, spurður um helstu  mál á komandi þingi.
Það var  ekki í huga hans yfir lista mikilvægustu mála.

   Enn og aftur er þetta vísbending um að hinn sósíaldemókratíski
armur Sjálfstæðislokksins sé að ná tökum í brúarsmíðinni yfir til
Samfylkingarinnar.  Með  samstjórn  þessara flokka í huga eftir
kosningar. En fyrr í vikunni réði formaðurinn sér aðstoðarmann-
eskju einmitt úr röðum hins sósíaldemókrataíska arms flokksins,
og sem var helsta stuðningsmanneskja Þóru  Arnórsdóttir forset-
aframbjóðenda Samfylkingar og ESB-trúboðsins á Íslandi..

   Oft hefur það verið sagt að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins
undir stjórn Bjarna  Benediktssonar  sé  alls  ekki  treystandi  í
Evrópumálum. - Enda  sveik  hún  grasrót  flokksins  herfilega í
Icesave.

   Eina svarið við þessu er góð kosning Hægri grænna í komandi
þingkosningum. Flokks fólksins og þjóðfrelsis!

   Áfram Hægri grænir. www.xg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarna Ben er ekki treystandi fyrir neinu á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki í Ríkistjórn eftir næstu kosningar.

Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2012 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband