Ragnheiður Rikharðsdóttir vara-formaður Sjálfstæðisflokksins?


   Um leið og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins
segist vilja að vara-formaður flokksins verði kona, eftir að Ólöf Nor-
dal hættir, er hún þá ekki sjálf að falast eftir embættinu? Það yrði í
samræmi við þá sterku strauma sem nú koma frá hinum sósíaldemó-
kratíska armi flokksins, og sem flokksformaðurinn virðist styðja. En
sem sem kunnugt er þá er Ragnheiður einn helsti talsmaður ESB-
trúboðs flokksins á þingi, m.a ásamt Þorgerðri Katrínu Gunnars-
dóttir fyrrv. varaformanni, sem smíðaði brú yfir til Samfylkingar-
innar við myndun Hrunstjórnarinnar sálugu. 

  Öll ber nú þessi sósíaldemókratiska brúarsmið að sama brunni.
Formaðurinn ræður sér aðstoðarmanneskju úr stuðningsliði Þóru
Arnórsdóttir forsetaframbjóðenda  Samfylkingarinnar og ESB-trú-
boðsins á Íslandi. Formaðurinn velur nýjan formann þingflokksins,
sem  sá enga ástæðu til að nefna ESB-aðildarferlið  meðal helstu
mála komandi þings spurður um þau í þættinum Í Vikulokin í gær.
Og einn helsti sósíaldemókratinn og ESB-sinnin í þingliði Sjálf-
stæðisflokksins Ragnheiður Rikharðsdóttir  stígur nú  fram og vill
konu eins og hana í varaformannssætið. 

   Þarf nokkuð vitnana við?  Brúarsmíðin er á lokastígi og ný
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á teikniborðinu.

   Kjósum því áfram frjálst og fullvalda Ísland!  www.xg.is
Áfram Hægri grænir! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband