Framsókn í rúst í Reykjavík ! Vígdís hugsi sinn gang!
22.9.2012 | 14:57
Þau tíðindi að formaður Framsóknarflokksins ætli að yfirgefa
kjördæmi sitt í Reykjavík og færa sig í Norðausturkjördæmi, í
kjölfar þess að vara-formaðurinn þar ætlar að hætta þing-
mennsku, segir að formaðurinn hafi metið stöðuna í Reykjavík
vonlausa.
Framsókn hefur áratugum saman logað í illdeilum í Reykjavík.
Þar hafa oftar en ekki ráðið hin sósíaldemókratísku öfl. Sem m.a
leiddi til kosningabandalags Framsóknar við hræðslubandalags
vinstriaflanna í Reykjavík undir merkjum R- listans. Síðan þá
hefur flokkurinn aldrei náð vopnum sínum á höfuðborgarsvæð-
inu. Og mun aldrei gera!
Ljóst er að með brottför formannsins úr Reykjavíkurkjördæmi
munu sósíaldemókratarnir innan flokksins þar hugsa sér gott til
glóðarinnar. Þar munu þeir fyrst blása til herfarar gegn hinni
þjóðhollu Vigdísi Hauksdóttir þingmanni. Allt kapp verur nú sett
til að úthýsa henni af lista Framsóknar í Reykjavík.
Sem fyrrum framsóknarmaður til margra ára hef ég fyrir löngu
sagt skilið við flokkinn. Einkum eftir að ESB-vírusinn fór þar að
grassera, og sósíaldemókratarnir fengu að vaða uppi og fótfesta
sig. Enda hefur enginn hugmynd um það í dag hvort Framsókn
muni framlengja líf núverandi vinstristjórnar eftir kosningar eða
ekki. R-lista þátttaka flokksins hræðir!
Hins vegar er ljóst að hin ágæta þingkona Vígdís Hauksdóttir
á eftir að hugsa sinn gang nú þegar sósíaldemókratarnir innan
flokksins í Reykjavík fara nú á stjá gegn henni. Um leið og til
hennar eru sendar góðar baráttukveðjur gegn sósíaldemóktröt-
unum í Framsókn, veit hún og ótal fleiri að hjá HÆGRI GRÆNUM
er allt þjóðholt fólk velkomið!
www.xg.is
Birkir Jón hættir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða sósíaldemókrata í Framsóknarflokknum ertu að vísa hér til, félagi? Þú veizt t.d. að evrókratinn Kristbjörg Þórisdóttir fór yfir til Samstöðu Lilju Mósesdóttur.
Ég held að Vigdís sitji mjög traust á sínum stað.
En Framsókn þarf að lofta út sínum Esb-vírusum fyrir fullt og allt, það er alveg rétt hjá þér.
Jón Valur Jensson, 22.9.2012 kl. 23:39
Jón Valur. Halldór Asgrims, fyrrve. formanns og ESB-sinna, Jón Sigurðsson fyrrv. formaður og ESB-sinna, Siv, ESB-sinna, núverandi vara-formaður, ESB-sinni, og þingkonan úr Vestmannaeyjum. Á ég að halda áfram??
Finnst MJÖG lítilmagnlegt af Sigmundi að skilja svona við höfuðborgarsvæðið með Vígdísi Hauks þá á bervangi umkringda sósíaldemókrötunum sem eftir eru
í flokknum á höfuðborgarsvæðinu! Sem ÖRUGGLEGA vilja hana út!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 00:33
Og heldur þú Jón minn að þessir fyrrv. formenn sem ég upptaldi séu áhrifalausir innan flokksins í dag?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 00:50
Þetta voru slæmar fréttir fyrir Framsókn, Birkir Jón og Vigdís Hauksdóttir eru þeir þingmenn Framsóknar sem ég teldi að gætu halað flokkinn upp. Þau eru einörð í sinni afstöðu og raunar andstæðingum ESB aðildar styrkur á þingi.
Sandy, 23.9.2012 kl. 07:03
Þú misskilur staðreyndir hrapallega, Sandy! Fók var búið að fá sig fullsatt af Halldóri Ásgrímssyni. Öðru máli gegnir um sívinsælan Guðna Ágústsson, mann sem stendur með fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.
Þakka þér, Guðmundur Jónas, fyrir svar þitt. Ég veit reyndar ekki, hvað er svona sósíaldemókratískt við Halldór, en evrókratískt kannski. Og ég er sammála þér, að þessir fyrrv. formenn, sem þú taldir upp, eru ekki áhrifalausir innan flokksins í dag. Þeirra á meðal er gamall kennari minn, Jón Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri Bréfaskóla SÍS, en núverandi Evrópusambandspostuli. Framsókn er sannarlega ekki öll þar sem hún er séð. Flokkseigendur, sem biðu þess að komast í feitt í Brussel, virtust hafa orðið viðskila við grasrót sína. Staðfesta þarf þann aðskilnað með frekari hreinsunum -- lofta út vírusana!
Jón Valur Jensson, 23.9.2012 kl. 10:02
Heill og sæll Guðmundur Jónas æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !
Jón Valur !
Guðni Ágústsson; er einn höfuð skemmdarvarga íslenzks Landbúnaðar - og þarf ekki að nefna, nema meðferð hans, á lánasjóði Landbúnaðarins, árið 2005, munir þú ekki Jón Valur, þegar Banka Mafían fékk frjálsar hendur, af hálfu Guðna, til þess að braska með - og eyðileggja þennan sjóð, gjörsamlega.
Guðni var einnig; meðal banamanna Hraðfrystihúss Stokkseyrar, árin 1987 - 1992, þegar kempan Eggert Haukdal, var sá EINI þingmanna Suðurlands, sem hélt hlut Stokkseyringa á lofti, svo fram komi, einnig.
Þá; sýndu þau : Þorsteinn Pálsson - Margrét Frímannsdóttir og téður Guðni Ágústsson, hvers konar lítilmenni þau raunverulega eru - og hafa verið, alla tíð.
Þau systkina Guðna; sem ég hefi kynnst, eru mannkosta fólk, en því miður, er Guðni Ágústsson, einhver sú mesta fígúra og vingull, sem er að finna, í okkar samtíma, gott fólk.
Ef eitthvað er; mætti fordæma þetta flokks skrifli, sem hér er til umræðu (B listann), mun harðar en gert er, í ljósi spellvirkja hans gegnum tíðina, ekki síður en hin þrjú ólánin, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, af utanverðu Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 11:46
Síðan hvenær hefur Vigdís Hauksdóttir sýnt „þjóðhollustu“?
Þessi kona virðist hafa mjög einkennilega skoðun á því hvernig unnt er að afskræma íslenska tungu. Hvort þetta sé einhver auglýsingabrella að ganga í augun á einhverjum sem líta á þingmál fremur sem gamanmál og að hafa eigi allt í háði, skal ósagt. En þessi framganga er þessum þingmanni til mikils vansa.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.9.2012 kl. 18:41
Hefur Vigdís skoðun á hvernig ,unnt, sé að afskræma íslenska tungu? Nei kanntu annan Guðjón? Framganga Vigdísar hefur blásið okkur andstæðingum Esb. von í brjósti. Baráttukona,sem brýnir vissulega röddina,en talar tæpitungulaust um vammir og skammir andstæðinga sinna.
Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2012 kl. 21:56
Ef barátta einhvers á að byggja á kolrangri orðnotkun er ekki von á góðu.
Svona lagað er ekki neinum málstað til framdráttar nema síður er.
Vigdís þessi vill draga einhverja skrípamynd af gömlum og góðum orðatiltækjum.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2012 kl. 12:19
Guðjón, nákvæmlega hvað gerði Vigdís við ísl. málið sem var svona slæmt? Minni þig á að þú gagnrýndir mig einu sinni fyrir að nota íslenska orðið ´eyrir´ í beygingunni ´eyri´.
Elle_, 26.9.2012 kl. 18:00
Svo er ég sammála Helgu og mundi kjósa Vigdísi framar öðrum.
Elle_, 26.9.2012 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.