Sjálfstæðisflokkurinn ber líka ábyrgð á IPA-styrkjunum.
4.10.2012 | 14:42
Það er rétt sem Björn Bjarnason skrifar á Evrópuvaktina í dag,
að VG-ráðherrar beri ábyrgð á stærstu IPA-styrkjunum. Sem margir
kalla réttilega mútustyrki ESB. En það gera fleiri Björn Bjarnason!
Ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn!
Þann 18 júní þegar Alþingi samþykkti IPA-styrkina upp á fimm
milljarða, var málið komið í algjöra tímaþröng. Því daginn eftir hefðu
styrkirnir fallið niður. Því var það Sjálfstæðisflokknum í lófa lagið að
tefja umræðuna í nokkrar klst. í viðbót. Og felt þannig málið á tíma.
Ef hugur og vilji flokksins væri í málinu. Því annað eins hefur nú áður
gerst. Það gerði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar EKKI! Og létt með
því ekki bara málið þannig komast í gegn. Því 2 þingmenn flokksins
sátu hjá, og 4 voru fjarverandi, þ.á.m sjáfur vara-formaður flokksins.
Þannig brást Sjálfstæðisflokkurinn ALGJÖRLEGA í þessu máli eins
og Vinstri-grænir. Og í því sambandi er vert að taka undir orð Guðm.
Franklíns Jónssonar formanns HÆGRI GRÆNNA sem hann skrifaði á
sína heimasíðu í tilefni af þessu. ,, Nú kemur í ljós hvort forysta
Sjálfstæðisflokksins hefur bein í nefinu til að draga málþóf fram á
þriðjudag. Ef EKKI, þá vitum við um hug þeirra til ESB. Ef IPA betlis-
styrkirnir verða að veruleika í boði Sjálfstæðisflokksins er forystan
auðsjáanlega hliðholl inngöngu í ESB og óhæf til þess að stjórna full-
valda og frjálsu ríki".
Enn og aftur er það staðreynd Björn Bjarnason að Sjálfstæðis-
flokknum er alls ekki treystandi í Evrópumálum. Þess vegna horfa
fjölmargir þjóðhollir hægrisinnaðir kjósendur til HÆGRI GRÆNNA
i dag!
www.xg.is www.afram-island/magasin.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og sést á frétt á MBL.is hefur verð gerð árás á heimasíðu Hægri græna.
Ótrúlegt! Augsjánlega mikill taugatitringur í gangi kominn út í Hægri Græna!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.10.2012 kl. 14:59
Vel mælt, Guðmundur Jónas, um þessi lúalegu svik forystu Sjálfstæðisflokksins hinn 18. júní sl. Ánægjuleg andstæða við það hugarfar er hin árvökulu viðvörunar- og spádómsorð Guðmundar Franklíns Jónssonar, sem þú vitnar í þarna ofar. Slíkum manni treysti ég betur en froðunni frá Bjarna unga Benediktssyni í þessu máli. Viðbrögð hans nú sem fyrr virðast miðast við einbera hentistefnu, hvað hentar hverju sinni að segja eða gera, í stað þess, sem honum ber: að verja Ísland ævinlega og á öllum vígstöðvum. Hálfvolgur er hann í fullveldis- og Esb-málum, og forystu slíks manns ber að hafna.
Jón Valur Jensson, 4.10.2012 kl. 18:02
Takk fyrir þetta Jón Valur. Jú alla vega treysti ég ekki flokksforystu Sjálfstæðisflokksins fyrir horn í Evrópumálum. Sbr. Icesave-svikin!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.10.2012 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.