HÆGRI GRÆNIR á fullri ferð! Stóðust tölvuárásina!
6.10.2012 | 00:21
Nú þegar vefsíður HÆGRI GRÆNNA, flokk fólksins, eru nú aftur
komnar upp eftir tölvuárás s.l fimmtudag, er vert að benda á slóð
þeirra. En þær eru í stöðugri uppfærslu og slá öllum slíkum vefsíðum
við fyrir faglega framsetningu og innihald. En slóð fyrir stefnu og
hugmyndarfræði flokksins er www.xg.is og slóð fyrir málgagn flokk-
sins er www.afram-island.is/magasin.pdf .
HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, virðast skera sig úr öðrum ný-
framboðum með því að móta stefnuna og hugmyndafræðina fyrst,
þannig að kjósendur viti nákvæmlega fyrir hvað flokkurinn stendur.
Allt annað er svik við kjósendur. Og það sem meira er. Flokkurinn
gagnstætt ,,Fjórflokknum" mun ætið standa fast á sínum grunngild-
um og grunnstefnu!
Í flokknum ríkir mikil eining og baráttuhugur, undir sterkri stjórn
leiðtoga flokksins, Guðmundar Franklíns Jónssonar, sem stofnaði
flokkinn á þeim helga stað Þingvöllum 17 júní 2010.
Á næstu misserum og mánuðum verða frambjóðendur flokksins
kynntir í öllum kjördæmum landsins. En allt þjóðholt fólk með
borgarasinnuð viðhorf er hvatt til að koma til liðs við flokkinn, bæði
sem frambjóðendur og stuðningsfólk. En þetta er í fyrsta sinn sem
framfarasinnað hægriafl kemur nú fram í íslenzkum stjórnmálum,
frá því að gamli góði Íhaldsflokkurinn var og hét.......
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND! www.afram-island.is
p.s er rödd úr grasrót flokksins!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það ekki gefið,að þarna eru pólitískir andstæðingar á ferð. Hvaða rödd þarf að kæfa?
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2012 kl. 03:23
Góð spurning Helga!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.10.2012 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.