Það verður stríð um ESB-vædda stjórnarskrá Jóhanna!
23.10.2012 | 21:48
Það verða mikil átök og hreint grimmt stríð Jóhanna
Sigurðardóttir um fyrrhugaða ESB-vædda stjórnarskrá.
Stríð sem þú og þinn landsöluliður verðskuldar svo
sannarlega! Kominn tími til!
Grein 111 í tillögum hiðs ESB-sinnaða stjórnlagaráðs, um
framsal á ótakmörkuðu fullveldi til Brussel, svo Ísland geti
gerst aðili að ESB, er meiriháttar skandall! Meiriháttar
ATLAGA OG SVIK við fullveldi og sjálfstæði Íslands. Hafi
það óþjóðholla aumingjalið sem undir þetta skrifuðu ævar-
andi skömm fyrir! - Um þá grein mun ALDREI náðst nein
þjóðarsátt Jóhanna!
Grein 114 í tillögum hiðs ESB-sinnaða stjórnlagaráðs er
einnig meiriháttar skandall í anda ESB-væddrar stjórnar-
skrár. En þar er galopnað á fjárfestingar útlendinga í ís-
lenzkum sjávarútvegi, útgerðarfyrirtækjum. Í raun er þar
ein helsta auðlind Íslendinga, fiskimiðin, sett á uppboðs-
torg togaraauðvaldsins innan ESB. Fiskimiðin og kvóti
þeirra galopnuð fyrir erlenda braskara. Eins og það leggur
sig. Enda voru hrægammarnir í Brussel fljótir að sleikja út
um, og vilja nú sem fljótast koma þessu í kring. Um þá
grein mun ALDREI náðst nein þjóðarsátt Jóhanna!
Grein 31 í tillögum hiðs ESB-sinnaða stjórnlagaráðs er
svo kapítuli út af fyrir sig. Þar sem villtustu draumar vinstri-
sinnuðustu róttæklinga og anarkista fá blautustu draumum
sínum fullnægt. Já og það í stjórnarskrá Íslands. SKANDALL!
Um þá grein mun ALDREI náðst nein þjóðarsátt Jóhanna!
Og svona má lengi telja!
Hlálegast af öllu er þegar þetta ESB-landssölulið þykist
fagna að auðlindir Íslands skulu tryggðar sem þjóðareign í
stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem þetta sama aulalið er tilbúið
strax í dag að henda út fyrir stjórnarskrána í Brussel. Sem
EKKERT MARK tekur á slíku! Þvílíkar blekkingar Jóhanna!
þvílík HRÆSNI!
ESB-sinnar hafa kastað stríðshanska um að ESB-væða
hina íslenzku stjórnarskrá lýðveldisins Íslands frá 1944.
Því stríði verður mætt af þeirri hörku sem þarf til að koma
í veg fyrir það! Af ÖLLUM þjóðfrelsis-og fullveldissinnum.
Og ekki síst í komandi þingkosningum.
Stríðið um Ísland er hafið!
![]() |
Flokkadrættir og klækir víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.